Þetta er sumsé Julius, mér fannst þetta mjög töff mynd. Sérstaklega að hann er frekar líku því hvernig ég ímyndaði mér hann, það vantar bara skeggið sem ég ákvað að ætti að vera á honum.
Svo virðist sem fyrsta bókin í Discworld seríunni, The Colour of Magic, muni koma út á íslensku um jólin. Hún ber íslenska heitið Litbrigði Galdranna, eins og þessi mynd glögglega sýnir.
Næsta bók um Drizzt Do'Urden og félaga! Ég á The Hunter Blades trilogy, og endaði hún á hálfgerðum cliffhanger, þannig að ég bíð spenntur… Kemur út seint á þessu ári.