Sagan endalausa
Mér finnst nú frekar skrýtið að ég geti ekki fundið neina umræðu hérna um þennan bókaflokk. Bókin Twilight og næstu tvær New Moon og Eclipse eru búnar að fá mikla athygli í bandaríkjunum og hafa safnað sér mörgum aðdáendum. Það á að koma út kvikmynd byggð á fyrstu bókinni í desember.
Bannað að sleppa að lesa þetta ef þú fýlar fantasiurnar. Þessar bækur styttu mér svo sannarlega stundir í sumar :) Mjög skemmtileg hugmynd af bók og hvernig hún er útfærð, sniðugt hvernig höfundur merkir skilin á milli um hvorn heimin maður er að lesa um svo það sé engin ruglingur í gangi. Skemmtilegar persónur og margt að gerast, getur verið eilítið fyrirsjáanleg á köflum en kemur manni alltaf á óvart á einn eða annan hátt.