Pagani Zonda obsession #1snilldar bíll frá yngsta bílaframleiðenda í Ítalíu, Pagani.
Hér má sjá Porsche 911 Carrera eftir nýjustu útlitsbreytinguna en nú er framendinn ekki ólíkur 911 Turbo. Að mínu mati er þetta engin framför og bíllinn er farinn að líta út eins og langur GT krúsari. Sárabót er þó að ný vél er komin, 3,6l í stað 3,4l og með henni er meira tog og 320 hestar í stað 300.
Það virðist spretta endalaust upp af sportbílaframleiðendum í Bretlandi. Því miður liggur leiðin oft beint í gjaldþrot og bílar sem lofa góðu komast jafnvel ekki á markað.
Grönholm sigraði í sænska rallinu en í fáum nú í staðin mynd af gamalli Peugeot hetju. Hér er Ari Vatanen á Peugeot 405 T16 í Pikes Peak rallinu árið 1989 sem hann vann auðveldlega. Vatanen ók þessum Peugeot einnig í Raid Rallye Paris-Dakar rallinu sama ár og vann. Þetta er eflaust einn stærsti spoiler sem sést hefur á göturallíbíl.