hér er tryllitækið mitt
Lokaandlitslyfting á Honda NSX áður en nýr bíll kemur árið 2003 er ekki stórtæk en þrátt fyrir það illa misheppnuð. Framendinn minnir á MMC 3000GT þótt að ljósin minni óneitanlega á Fiat Coupe sem er með ólíkt bogadregnari línur. Mark Wan á Autozine (þaðan sem myndin er tekin) minntist á vel heppnaða framljósabreytingu á Lamborghini Diablo en sá bíll fékk ljósin af Nissan 300ZX pog merkilegt nokk litu þau mun betur út á Lambo, einföld og féllu vel við útlit bílsins. Einfalt er oftast það besta.
Þetta var síðastliðin vetur í “vondu ferðinni” sem við í Jeppaklúbb Símans fórum í, við fórum nefnilega í sandkluftavatn og í orðsins fyllstu merkingu við fórum í vatnið, ef ég man rétt þá voru 3 bílar sem ekki fóru niður um ísinn mig minnir að það hafi verið 13 -15 bílar en man það ekki alveg, en allavega þá mun ég reyna að senda inn fleiri myndir úr þessari ferð á næstunni
Nýr Renault Clio V6 er væntanlegur á evrópumarkað um áramótin með smávegis útlitsupplyftingu og ýmsum endurbótum. 3 lítra V6 vélin skilar nú 255 hestöflum og togar 300nm, og vinnur á mun hærri snúning en áður. 6 gíra kassinn er lægra gíraður og hröðun er sögð eiga að vera undir 6 sekúndum. Fjöðrunin er orðin mun stífari, og hjólhafið meira. Hann kemur á 18" OZ Superturismo felgum og lítur að mínu mati mjög verklega út. Renault rúlar!
KITT Senti inn myndina, ég samþykkta einhverja pínku mynd, þannig að þessi fer aftur hér, sorry KITT :)