Ég er búin að gera fleiri tilraunir til að senda inn mynd af þessum bíl…. Hönnunin hefur verið umdeild en ég held ég verði að játa að mér finnst bíllinn nokkuð vel heppnaður, mjög spes línur og samt laglegur, rennilegur og kraftalegur.
BMW hefur staðfest að M3 CSL muni fara í framleiðslu. Að BMW skuli búa þennan bíl til eru einhverjar bestu fréttir frá þeim bæ í langan tíma. Aðalatriðið er að CSL mun treysta á lægri þyngd til að skila afköstum frekar en meira afl. Með því að nota m.a. koltrefjaefni mun CSL verða 200 kg léttari en venjulegur M3 eða einungis 1295 kg. Myndin ásamt frétt er fengin af Autozine og má finna á http://autozine.kyul.net/0_News/Latest/Current/News_frame.htm en áhugasamir um fyrstu staðfestu tölur og upplýsingar um Enzo Ferrari (Ferrari FX/F60) geta fundið ítarlega grein á sömu slóð.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..