'In the VTEC zone'- Integra Type-R með snúningshraðamælinn á réttum stað! [3ja tilraun]
Citroën CX Prestige er alvöru límúsína með 309 cm hjólahaf þótt útlitið minni kannski frekar á geimskip. Það er einmitt partur af sjarmanum og tæknibúnaðurinn er alveg í takt við útlitið, það er engu líkt að keyra svona bíl. Takið eftir íhvolfri afturrúðunni, en loftstraumur sér um að halda henni hreinni svo að rúðuþurrka er óþarfi.
Hér er Carlos Sainz á Citroen á ferð í upphitun fyrir sænska rallið sem hefst á morgun (föstudag). Sainz átti besta tíma í upphitun en fast á hæla hans kom Richard Burns á Peugeot. Colin McRae sýndi kunnuglega takta og keyrði út af en slapp með lítið skemmdan bíl. Síðan sænska rallið var tekið inn í WRC seríuna hafa eingöngu Skandinavar hrósað sigri þar.