BMW lýsti því yfir í júlí 1998 að þeir myndu smíða nýja verksmiðju og nýjan bíl í Janúar árið 2003. Og hér er hann kominn: Rolls Royce Phantom
Það voru ekki aðeins nýjir bílar sem voru kynntir á Bílasýningunni í Frankfurt. Toyota kynnti til sögunnar nýtt logo sem sést á meðfylgjandi mynd. Logoið myndar stafinn T sem stendur fyrir Toyota. Til að byrja með ætlar Toyota að nota þetta logo fyrir Formula 1 lið sitt enda má finna stafinn F hægra meginn í logoinu og tölustafinn 1 vinstra megin. Einnig má lesa út stafinn V sé horft á svarta svæðið vinstra megin og rauða svæðið hægra megin og á það að standa fyrir “Victory”.
Einn kraftmesti og hraðskreiðasti Lotus götubíll fyrr og síðar var byggður á Opel Omega. Með hóflegu boddíkkitti leit hann ekki illa út m.v. að byrja lífið sem Opel. Lotus Omega gat líka státað af twin-turbo 3.6l V6 með 377hp og hámarkshraða yfir 300km/h. Ekki slæmt árið 1989! Mál að muna að fara bara varlega í blautum hringtorgum, maður vill jú ekki eyðileggja einn af 950 bílum framleiddum.