Þetta er Eric Boury, en hann hefur þýtt nærri öll verk Arnalds Indriðasonar frá Íslensku yfir í Frönsku. Hann er franskur að uppruna og brennandi áhugi hans á Íslandi kviknaði sjálfkrafa.
Smá svona eitthvað til að lífga uppá áhugamálið.
Rúnir eru elsta form skrifleturs meðal germanskra þjóða. Orðið rún getur merkt leyndarmál, einkamál eða vísdómur. Til eru tvær gerðir af rúnakerfum. Eldra kerfið hefur 24 rúnir og var notað frá 2. öld e. Kr. fram til þeirrar áttundu. Þá var tekið upp nýtt rúnakerfi með 16 rúnum. Yngri rúnirnar hafa aðeins fundist á Norðurlöndum og á Bretlandi.Á Víkingaöld notuðu menn rúnaletur og var letrið rist á horn, tré og steina. Íslenskar rúnaristur hafa fundist á legsteinum frá 1300-1700. Textar í rúnaletri voru ekki mjög langir enda gat verið seinlegt að rista þá. Rúnaletrið var einfalt og sumir stafir gátu táknað meira en eitt hljóð. Rúnastafrófið er nefnt fúþark eftir fyrstu sex stöfunum.
Sæl verið þið. Þann 26. janúar 2008 var haldið í háskóla íslands eitthvað sem kallað er japan festival. Þar var í boði að fá nafnið sitt ritað með kanji stöfum, og að sjálfsögðu gerði maður það.
Hérna er mjög góð skýringarmynd á útbreiðslu þýska tungumálsins á tímum þýska keisaradæmisins en síðan þá hefur þetta svæði minnkað töluvert. Smá landskorpur hafa verið innlimaðar í Danmörk, Belgíu (sem ég skil reyndar ekki af hverju) og Frakkland (líka) en stærstu sneiðina fékk pólland og tala nú aðeins um 150.000 manns þýsku á þeim svæðum þar sem Pólland er núna þar sem áður voru margar milljónir.