Útbreiðsla þýsku 1910 Hérna er mjög góð skýringarmynd á útbreiðslu þýska tungumálsins á tímum þýska keisaradæmisins en síðan þá hefur þetta svæði minnkað töluvert. Smá landskorpur hafa verið innlimaðar í Danmörk, Belgíu (sem ég skil reyndar ekki af hverju) og Frakkland (líka) en stærstu sneiðina fékk pólland og tala nú aðeins um 150.000 manns þýsku á þeim svæðum þar sem Pólland er núna þar sem áður voru margar milljónir.

Þetta pínulitla gráa svæði í kringum Bautzen suð-austur af Berlín og rétt austan við Dresden er töluð minnir mig slavnesk tungumál sem kallast sorbneska og er skilt pólsku, og er það enn þarna í dag.