Nafnið mitt á kanji Sæl verið þið. Þann 26. janúar 2008 var haldið í háskóla íslands eitthvað sem kallað er japan festival. Þar var í boði að fá nafnið sitt ritað með kanji stöfum, og að sjálfsögðu gerði maður það.

Efri stafurinn táknar guð(kami) en sá neðri táknar spjót(yari). Hvernig það tengist nafninu mínu er það jú að ég heiti Ásgeir. Ás- er að vísa í norsku guðina sem oft eru kallaðir Æsir en Ás í eintölu. Geir er annað orð yfir spjót og þar hafiði það =)
“I'll be happy to stop contradicting you, just as soon as you start being right.”