Hin/n fullkomna/i maki?
Nú jæja.

Hvernig er svo ykkar draumadís eða draumprins samansettur?
Einhverjar leyndar fantasíur um besta vin eða vinkonu?


Ég persónulega er mjög picky á karlmenn þó ég ætti nú kanski að henda út beitu til fleirri týpna.

Ég er þessi sem er föst í gamaldags karlmanns ýmindinni. Ég elska stóra og sterka hard working karlmenn sem eru tilbúnir að vinna 36 tíma vinnudag til að eiga salt í grautinn og þak yfir höfuðið. Ég elska þessa sem gefast aldrei upp, reiðu týpurnar sem eru svo með mjúka fyllingu innan við beinið. Þeir verða að vera ástríkir en ekki pathetic rómantískir. Vita munin á því að skæla á öxlinni á manni og opna góða hvítvínsflösku og sitja saman bara til að láta sér líða vel.

Ég vil einhvern sem er stærri en ég og ég get bara kúrt mig á kaf inní fangið á honum til að finna öryggið og hlýjuna þegar ég er lítil í mér.

Einhvern sem er opinn fyrir fjölbreytileikanum, einhvern sem dæmir ekki áður en hann kynnist fólki. Social, opinn og áreiðanlegur. Forystumaður, óhræddur við að segja sínar skoðanir. Einhvern sem setur hreinlæti ofanlega á listann, kann að fara með börn, er handlaginn.

Ég þoli ekki eiturlyf í hvaða formi sem þau eru, frá cannabis til læknadóps svo það má ekki vera partur af honum. Hann má líka alveg kunna eitt eða tvö handtök í eldhúsinu þar sem mér finnst einstaklega gaman að elda. Smá touch í bílamálum er ekki slæmt.


Svo Er það útlitið

Ég elska stóra og sterka stráka. Helst krúnurakaða með stingandi augnaráð. Falleg húðflúr kveikja alveg einstaklega mikið í mér og allt járnglingur utan um hálsinn, eins og tennur eða klær, eru ómissandi ásamt einhverju utan um úliðinn. Þröngir hvítir eða svartir síðermabolir til að sína línurnar og flottar dökkar gallabuxur í víðari kanntinum.. namm..
Og hann kunni að hugsa um sjálfann sig, algert must.


Hverjir eru komnir á listann minn?:

Jason Statham
Vin Diesel Christian Bale (þó hann sé ekki alveg inní ýmindinni)
Timothy Olyphant í Hitman
James Hetfield


Nú er komið að ykkur!