Ég var að hugsa, hver finnst ykkur vera svona ásættanlegur aldur til að byrja að drekka áfengi?
Málið er, ég er í 10. bekk og í kvöld er partý hjá einni stelpu í árgangnum þar sem frekar margir ætla að fara að drekka.

Persónulega finnst mér þetta svakalega hallærislegt :/ Efast um að flestir af þessum krökkum séu orðin nógu þroskuð, plús það að heilinn í þeim er Alls ekki nógu þroskaður til að taka við áfengi! Allavega er ég frekar fegin að engin í mínum ‘vinahópi’ er að fara að drekka, því ég er svo mikið á móti því að drekka í grunnskóla.

Ókei, þegar ég var í 8unda bekk vissi ég alveg að einhverjir í 10. bekk væru byrjaðir en pældi samt ekkert sérlega í því. En þegar ég er sjálf komin í 10. finnst mér það alveg fáránlegt! Sjálf ætla ég að bíða allavega til 17-18 ára aldurs, í minnsta lagi! Það munar bara svo mikið um hvert ár.

En mig langar endilega að fá álit ykkar! :)