Núna áðan var ég í strætó á leið heim. Það tengist efninu lítið fyrir utan það að ég sé strák, svona 16-17 ára, með tóbak í vörinni. Það er ekki eina dæmið. Vinkona mín sem vinnur í sjoppu segist sjá þá enn yngri. Þeir eru jafnvel að abbast uppá hana og vera með stæla þegar hún selur þeim ekki tóbak.

Það sem mér finnst leiðinlegt við þetta er að ég er af þessari kynslóð. Ég þekki alls konar fólk. Flest þeirra myndi aldrei einu sinni láta sig dreyma um þetta en alltaf þurfa að vera svartir sauðir. Tökum sem dæmi að meiri hluti árgangsins míns er fínasta fólk en samt erum við versti árgangur í sögu skólans!

Mér finnst ótrúlegt að t.d. foreldrar/forráðamenn grípi ekki inn í þetta og að fleiri láti ekki vita af svona.

Mér líður stundum eins og ég sé sá eini sem hugsar svona. Er enginn sammála mér???