Ég fór að pæla í einu um daginn þegar ég var ein að labba heim úr strætó. Gulur bíll keyrði framhjá mér og án þess að hugsa mig um, sló ég mig í handlegginn og sagði í hálfum hljóðum „gulur bíll".
Allur þessir asnalegu hlutir sem maður gerir þegar enginn er að horfa, sem maður býst ekki við að neinn sjái (þegar ég hugsa um þetta á smá Trumanshow-paranoia til að kvikna hjá mér). Annar hlutir sem ég geri er til dæmis að standa fyrir framan spegilinn og gretta mig og byrja svo að hlægja, reyna að stökkva upp of margar tröppur í stiganum, klæða mig í fáranleg föt, gera fáranleg hljóð og svo, að sjálfsögðu, dansa út um allt hús eins og það sé enginn morgundagur.

Hvað gerið þið svona asnalegt? (og nei, ég er ekki að spurja um kynferðislega hluti..)