Kona á tvítugs aldri ráfaði um götur borgarinnar í leit að stað sem hún gæti gist á. Það var mikill vindur úti og skýjað svo sást ekki í sólina. Gatan fyrir framan eyðileg húsin var mannlaus, enda engin ástæða til að vera úti í þessu veðri.
Andlit konunnar var krítahvítt og hún hóstaði heiftarlega. Þunnar varir hennar herptust saman þegar hún fann kuldann nýsta aftur að sér gegnum þunnann jakkann. Svart, ritjulegt hárið, sem hafði greinilega ekki verið þrifið í langann tíma, flaksaði aftur eins og svartar öldur.
Hún vafði síða jakkanum betur um sig og herti gönguna þegar vindur hvessti enn meir og kuldinn jókst eins og við mátti búast. Konan muldraði eitthvað fyrir munni sér en enginn heyrði í henni, enginn var þarna nema hún.
Konan gekk stefnulaust eftir götunum, í leit að skjóli og áður en hún vissi af var hún umkringd litlum ljósastaurum sem litu út eins og lukt, það var girt í kringum há eikartréin sem uxu þarna meðfram gangstéttinni. Girðingarnar voru annaðhvort svartar eða hvítar og stórar lóðir voru fullar af skrautlegum skúlptúrum og styttum, gosbrunnum og runnum. Á miðri lóð var yfirleitt stórt þriggja til fjagra hæða hús. Stórir gluggar á hvítum húsum lýstu upp myrkrið sem var farið að leggjast yfir götuna. Það rauk uppúr strompi á hverju einasta húsi og glaðlegar raddir bárust frá sumum húsunum. Konan andvarpaði af löngun, að vera þarna inni, sitja með þessu ríka fólki, eiga peninga, eiga þak yfir höfuð, fjölskyldu.
Lítið tár lak niður hægri kinn hennar þegar hún gekk upp að einu húsinu sem hún vissi að var ástæðan fyrir því að hún var hér. Hún var hér á hverjum einasta kvöldi, bara til að sjá framan í hann, heyra hann hlæja og horfa á þegar hann gekk, svo sjálfsöruggur og stoltur, með ljóst hárið vandlega klippt og stór brún augu sem skinu af gleði.
Þarna var hann. Hann sat við gluggann á annari hæðinni og starði til himins. Svipur hans lýsti vanlíða sem hún hafði aldrei áður séð á andliti hans. Fallega, rauða bindið var laust og skyrtan hékk uppúr fínu, svörtu buxum hans.
Í andartaks brjálæði ætlaði konan að rétta út höndina til að reyna að komast að honum, snerta hann og hugga. En hún komst ekki í gegnum hátt grindverkið. En maðurinn virtist hafa tekið eftir hreyfingunni útundan sér og leit við, beint í ljósblá augu hennar. Í nokkur andartöku störðu þau bara á hvort annað en síðan leit konan undan, með tár í augunum og löngun í sál sinni. Maðurinn starði um stund á þessa undarlegu konu. Hann fann fyrir meðaumkun en líka einhverri annari tilfinningu sem hann gat ekki lýst. Um leið og augu þeirra hittust var eins og ekkert annað væri til, bara þau tvö, en það var bara í nokkrar sekúndur, ekkert sem skipti máli…
Konan ætlaði að fara að ganga af stað niður með götunni en allt í einu kom svo mikil vindhviða að hún missti jafnvægið og hrasaði með höfuðið beint á grindverkið. Allt hringsnerist í kringum hana, varð að móðu og dofnaði síðan þar til allt varð svart.
Næst þegar hún rankaði við sér var hún í stóru herbergi, skreyttu olíumálverkum og silkigardínum. Blúndudúkar lágu á borðum og stórt hjónarúmið var með stórri himnasæng sem hékk niður úr háu loftinu. Sængurverin voru með fallegum ísaumum og veggirnir voru skreyttir rósóttu veggfóðri. Útí horni stóð gamalt píanó sem leit út fyrir að hafa ekki verið notað í mörg ár.
Konan horfði ringluð í kringum sig á meðan hún var að reyna að muna hvað hafði gerst. Hún áttaði sig ekki á því hvar hún var en hún áttaði sig hins vegar á að henni var hlýtt og henni leið vel í fyrsta skipti í langann tíma. Hún brosti eilítið við tilhugsuninni.
Hún hafði verið á götunni síðan foreldrar hennar dóu. Þau, fjölskyldan, höfðu farið í ferðalag með tjaldvagn fastann við bílinn. Litli bróðir hennar skrækti í hvert skipti sem hann sá gulu endurskinsstaurana fyrir utan. Það var dimmt og mikill vindur. Þau höfðu ekki tekið eftir svörtu toyotu fyrir framan þau fyrr en hann hægði á sér. En það var of seint, faðir hennar hafði ekki tíma til að ýta á bremsuna. Hann hafði ekki tíma fyrir neitt nema hrópa þegar hann sá ljósin á bílnum.[7i]
KRAASS…
Það eina sem heyrðist var vindurinn og dekkið á bílnum snúast hægt en stoppa síðan. Unglingsstelpan í aftursætinu bærði á sér en kveinkaði sér við þessa litlu hreyfingu. Hún opnaði ljósblá augun og horfi á blóðið leka úr höfði litla bróður síns sem hafði verið lifandi fyrir einni mínútu, og skrækjandi af ánægju. Núna hékk líflaus líkami hans niður úr sætinu, umkringdur glerbrotum. Stelpan gat ekki horft á þetta meir og leit undan en þá sá hún stjörf augu móður hennar stara á sig. Allt líf var horfið úr augum hennar. Hún hafði greinilega reynt að teygja sig aftur í til að skýla litla stráknum en var of sein. Líflaus hendi hennar hékk fram fyrir sætið og stórt glerbrot stakkst aftur úr baki hennar. Faðir unglingsstúlkunnar lá framm á stýrinu og var alblóðugur. Stelpan losaði sig hægt úr beltinu til að koma í veg fyrir of mikinn sársauka. Það voru örugglega nokkur rifbein brotin og blóð lak úr skurðum á handleggjum hennar eftir glerbrotin.
Hún skreið útum gluggann, með þónokkrum erfiðleikum, en síðan stóð hún á votri jörðinni, vindurinn hamaðist á henni og myrkrið umlukti hana eins og þykkt teppi. En sorgin þjarmaði enn meira að henni og tárið byrjuðu að flæða og mynduðu rákir á blóðugum kinnum hennar.
Ekkert lífsmark var frá toyotunni og tjaldvagninn lá á hliðinni á veginum. Stelpan bakkaði nokkur skref og hristi höfuðið í skelfingu en síðan sneri hún sér við og hljóp, hljóp inní myrkirið, hljóp eins og hún gat…
Konan var trufluð við það að dyrnar opnuðust hægt og inn steig maðurinn sem hafði setið í glugganum. Lítill lokkur hafði losnað úr vel greiddu hárinu og lá kæruleysislega fram á ennið. Hann hélt á bakka með alls konar góðgætum á og brosti varfærnislega þegar hann sá að konan var vöknuð. Konan fann hvernig magi hennar umturnaðis við þetta litla bros og kinnar hennar urðu blóðrauðar.
,,Er allt í lagi með þig?’’ spurði hann og setti bakkann ofan á fætur hennar en settist svo á rúmið. ,,Þú fékkst helvíti stóra kúlu á ennið.’’
Konan teygði höndina að enni sínu og fann fyrir rökum þvottapoka sem var ofan á stórri kúlu.
,,Hvað gerðist?’’ Spurði hún ringluð. Maðurinn horfði hugsi á hana en svaraði ekki strax.
,,Þú dast á grindverkið,’’ Sagði hann svo loksins. ,,Ég hljóp út og hélt á þér hingað inn. Faðir minn og móðir leyfðu mér að lána þér þetta herbergi. Ég heiti Grétar.’’
Konan var varla að hlusta en starði hugfanginn á hann. Þegar hún áttaði sig á þessu blikkaði hún og leit undan.
,,Ég heiti Elísa,’’ sagði hún og brosti vandræðalega. ,,Takk fyrir að leyfa mér að vera hérna.’’
,,Ekkert mál,’’ sagði hann hugsi. ,,Ég hef oft séð þig hérna, þú stendur og starir á húsið. Afhverju?’’
,,É-ég var ba-bara að…’’ stamaði Elísa uppúr sér vandræðalega en herti sig síðan upp. ,,Þe-þegar ég sá þig í kvöld þá varstu leiður. Afhverju varstu leiður, þú sem átt allt og getur gert allt.’’
,,Ekki alveg allt…’’ sagði Grétar og brosti biturlega. ,,Í kvöld bað ég föður minn um að leyfa mér að fara í listaskóla. Hann vildi ekki leyfa mér það, sjáðu til, hann vill að ég verði pólítíkus eins og hann, þingmaður…’’
,,Langar þig í listaskóla?’’ spurði Elísa upprifin. Hana hafði sjálf langað í listaskóla alla sína ævi en aldrei haft tíma né peninga til þess.
,,Já, en faðir minn vill ekki leyfa mér það,’’ sagði Grétar og var enn mjög bitur á svip. ,,En hvar áttu heima?’’
,,Ég á ekki neins staðar heima.’’ Sagði Elísa og laut höfði. Grétar kinkaði kolli til skilnings. En síðan reisti hann sig upp úr rúminu.
,,Borðaðu, þú þarft orku.’’
Nú fyrst tók Elísa eftir því hvað hún var svöng og réðst á matinn sem var á bakkanum. Grétar glotti en gekk síðan útúr herberginu og lokaði á eftir sér.
Grétar fékk leyfi föður síns til að leyfa Elísu að vera áfram á setrinu. Honum fannst eitthvað sérstakt við hana, eitthvað sem hann varð að komast að. Þessi tilfinning sem hann fann fyrir þegar hann horfði á hana var ólýsanleg og ruglingsleg en í leiðinni svo unaðsleg og kitlandi.
Elísa hafði farið í bað og fengið lánuð gömul föt af móður Grétars. Hár hennar varð svart og slétt, hreint í fyrsta skipti í langann tíma. Grétar og Elísa vörðu miklum tíma saman í það að tala og spila. Eitt sinn stakk Elísa upp á því að þau myndu prófa píanóið sem var í horninu í herberginu hennar Elísu.
Elísa settist á píanó bekkinn og opnaði pínóið þannig að píanó lyklarnir voru fyrir framan hana. Hún sló á eina nótu og hreinn tónn skar loftið og ómaði um herbergið. Hún hikaði.
,,Ég kann eiginlega engin lög á píanó. Kannt þú einhver?’’
,,Ég kann bara nokkur,’’ Sagði Grétar og settist við hliðina á mér. ,,Viltu heyra uppáhaldið mitt?’’
Elísa kinkaði ákaft kolli og færði sig til svo hann fengi pláss. Síðan byrjaði hann að spila. Tónarnir byrjuðu létt á taktföstum hraða. Elísa fann unað líða um sig um leið þegar undirleikurinn tók við. Allt lagið var svo unaðslegt. Sæla fór um Elísu og hún fann hvernig skapið léttist og hún varð rólegri. Fingur Grétars færðust yfir píanó- lyklana á dáleiðandi hraða. Svipur hans var einbeittur en augu hans skinu af ákefð og unað. Þegar síðustu tónarir dóu út varð þögn í herberginu sem fór í taugarnar á Elísu, hana langaði til að hann hélti áfram að spila þessu unaðslegu tóna.
,,Ég þekki þetta lag,’’ sagði Elísa lágt. ,,mamma var vön að spila það fyrir mig þegar ég var lítil.’’
,,Já, Für Elise er fallegt lag,’’ sagði Grétar rólega. ,,Hvar er mamma þín? Þú hefur aldrei talað um foreldra þína, fjölskylduna þína. Afhverju býrðu á götunni en ekki heima hjá þeim?’’
,,Ég…’’ byrjaði Elísa hikandi. ,,Þau eru dáin. Bílslys.’’
,,Mér þykir fyrir því,’’ sagði Grétar og teygði hönd sína að hönd Elísu. ,,Fur Elisa getur líka fjallað um þig. Sagt er að nemandi Bethoveens hafi skrifað þetta, ekki Bethoveen sjálfur. Hann skrifaði það víst um Elísu, konu sem hann elskaði.’’
Elísa leit beint í brún augu Grétars. Grétar teygði sig nær henni þar til varir hans námu nær við hennar. Elísa lokaði augunum og þrýsti vörum sínum að hans. Straumur fór um hana og langþráða augnablikið var loksins runnið upp. Þau vöfðust um hvort annað í spennuþrungnum ástarleik. Sólin skein inn um gluggann og á rúmið þar sem Grétar og Elísa lágu og þöktu hvort annað kossum.

U.þ.b. 1 ári seinna

Grétar og Elísa lágu uppí rúmi og horfðu á loftið fyrir ofan í fullkomnu áhugaleysi. Þessi helgi hafði verið frábær, þau voru nýkomin úr brúðkaupsferðinni sinni og heim í húsið sem þau höfðu lagt svo mikið á sig að byggja áður en þau myndu gifta sig. Núna var voru kassar útum allt hús og biðu eftir því að verða opnir og innihaldið látið á réttan stað. Á borði í eldhúsinu voru nokkrir reikninar en inn um þá voru tvö marenlituð bréf sem innihéldu samþykki umsóknar í fínasta listaskólann á landinu.
Stærstu húsgögnin voru komin í húsið s.s rúmið, sófinn, borðið og píanóið.
Grétar stóð allt í einu upp og gekk að píanóinu.
,,Hvað ertu að fara?’’ Spurði Elísa forvitin. Grétar svaraði ekki en settist við píanótið og sló á nokkrar nótur. Svo byrjaði hann á lagi sem þau þekktu vel. Elísa stóð upp og gekk hægt til hans. Kunnuglegir hljómar svifu um herbergið og herbergið virtist lýsa upp og Grétar og Elísa fundu hvernig tónarnir fylltu þau af fullkomni slökun og áhyggjleysi. Þau brostu bæði.
Für Elise
The word ‘politics’ is derived from the word ‘poly’, meaning ‘many’, and the word ‘ticks’, meaning ‘blood sucking parasites’.