Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

wbdaz
wbdaz Notandi frá fornöld 724 stig

Re: Úffff

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Já það er rétt, Liverpool eiga ekki Baros, Pongolle eða Mellor…

Re: Ísland

í Manager leikir fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Gömlu CM og nýji FM eru raunverulega sömu leikirnir, gerðir af sama liði með sama “engine” á bak við sig. Nýji CM er algerlega nýr leikur og alls óvíst að hann verði líkur gamla CM. Íslenska deildin verður í þeim báðum aftur á móti.

Re: 9600 vs 9800

í Vélbúnaður fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Ég sé reyndar núna að 9800 pr 128 mb kostar 18 þúsund hjá att.is, það er líklega besta “bang for bucks” kortið sem þú finnur.

Re: 9600 vs 9800

í Vélbúnaður fyrir 20 árum, 8 mánuðum
huglion: Meira minni á skjákorti kostar meira, þar af leiðandi kostar 256 mb kort meira en 128 mb kort. Meira minni gefur þér ekki meiri hraða, ekki beint, en það gefur þér möguleika á hærri upplausn með meiri “detail”. Ekkert “feik” á bak við það að selja dýrari vöru á hærra verði. Svo eru alveg jafn margar pipelines í 9600 128mb og 9600 256mb, enda sama kortið, bara annað með meira minni. naflastrengur: Svona miðað við verðin sem ég sé á www.vaktin.is myndi ég segja að þú fengir meira...

Re: Nokkrir hlutir sem er gaman að kunna

í Linux fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Ég er ekki viss um að ég ætti að vera að fikta neitt í kjarnanum miðað við síðustu reynslu (eyðilagði, eða svo gott sem, installið).

Re: Nokkrir hlutir sem er gaman að kunna

í Linux fyrir 20 árum, 8 mánuðum
JReykdal: Þegar þú minnist á það þá getur einmitt staðist að mín tölva keyri á 600 mhz í linux (með Baianas 1.7 GHZ). Breytir því samt ekki að viftan er sífellt í háum snúning (sem hún er ekki í Windows, nema það sé í rauninni aflfrek vinnsla í gangi). Í sjálfu sér er þetta ekki vandamál, enda hef ég ekkert verið að keyra aflfrek forrit í Linux enþá, en maður vill að hlutirnir virki 100%, hafa hlutina “tidy”. Annars held ég að ég sé með sama kubbasett í þráðlausa kortinu mínu, ég fann...

Re: 2 spurningar

í Manager leikir fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Já það virkar að áfryja banni. Ótrúlegt en satt þá reyndu þeir að hafa þann fítus svolítið raunverulegan svo ef þú mótmælir öllum bönnum þá er ólíklegra að einhver hlusti á þig. Ef þú mótmælir bara bönnum sem eru umdeilanleg þá áttu góðan möguleika á því að fá banninu aflétt stundum. Já ég hef nokkrum sinnum fengið banni aflétt.

Re: Feet

í Hugi fyrir 20 árum, 8 mánuðum
En auðvitað er ekki sniðugt að spyrja Google að svona spurningum, alls ekki ofnota Google! (í fyrstu tilraun fékk ég þetta)

Re: Nokkrir hlutir sem er gaman að kunna

í Linux fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Sem áhugatölvugrúskari get ég samþykkt að Linux/unix séu öflugri og einfaldari í notkun en Windows kerfi, en þau eru einfaldari fyrir þá sem kunna á þau. Það sem ég sé sem stóran galla við Nix kerfin er að mest allt í þeim er gert í console og ef þú þekkir ekki skipunina, þá ertu í vandræðum. Ef þú værir í Windows gætirðu klikkað þig í gegnum glugga og fundið þar allskonar stillingar sem er svotil ómögulegt að finna í Nix ef þú kannt ekki skipunina sjálfa. Reyndar eru gluggaumhverfin í Linux...

Re: Draumadeild fyrir NBA.

í Körfubolti fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Þá vil ég endilega kynna þig fyrir smá TSN strategíu. Fyrstu tvær vikurnar af tímabilinu spilar Kevin Garnett bara 5 leiki (þeir sem spila mest ná 8 leikjum) og miðað við síðasta ár þýðir það að hann skorar 279 tsn stig á fyrstu 14 dögunum. Ef við bætum svo við góðum ódýrum leikmanni, eins og t.d. Grant Hill þá er mögulegt að hann skori 100 tns stig á sama tíma, samtals því um 370 stig. Ef þú eyðir þessum 13 milljónum í 2 leikmenn sem kosta í kringum 6-7 milljónir hvor gætirðu mögulega náð...

Re: Draumadeild fyrir NBA.

í Körfubolti fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Það er ekki hægt “að taka leiki” núna því að þessi deild byggist á NBA deildinni, menn skora stig þegar þeirra menn eru að spila og skora því ekki þegar NBA deildin er ekki byrjuð, en hún byrjar einmitt eftir rétt rúma 4 sólarhringa.

Re: Nvidia Ti 4600

í Vélbúnaður fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Sem vekur þá upp spurninguna, afhverju varstu að segja að Voodoo banshee hafi “verið best á sínum tíma”? Það var nú bara fyrir ca. 7 árum síðan.

Re: Draumadeild fyrir NBA.

í Körfubolti fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Nei fjandinn hafi það! Passwordið er “Loosers”. S og tvö o og allur andsk…

Re: Nvidia Ti 4600

í Vélbúnaður fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Voodoo Banshee var ágæt á sínum tíma, en aldrei var það nú best. Geforce2 eru svo orðin betri.

Re: Draumadeild fyrir NBA.

í Körfubolti fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Ansans, passwordið er víst “Looser” ekkert s. Athugði tvö o.

Re: Nvidia Ti 4600

í Vélbúnaður fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Það er nú ekki skrítið að þú hafir ekki mikið álít á þessari kynslóð af skjákortum þegar þú ert með eitt allra versta GF5XXX/ATI9XXX kortið. Augljóslega er það lélegra í flestum DX8 leikjum en 4600 kort, þú átt frekar að leita þér að GF5900 eða þá nýjustu kynslóðina GF6800 og hvað þau heita nú öll. Það sem þú gætir allt eins sagt er “ég þoli ekki þessa nýju örgjörva, er ekki einhver að selja Pentium III 1 ghz?”

Re: Þarf hjálp.

í Manager leikir fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Ef þú vilt bara geta haldið áfram geturðu reynt að t.d. “go on holiday” eða segja upp hjá klúbbinum og sjá hvort leikurinn kemst þá yfir þennan dag sem hann frýs á.

Re: LOL

í Tilveran fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Þú gerir þér vonandi grein fyrir því hvað “LOL” stendur fyrir? Svona fyrir alla hina sem vita það ekki, þá stendur það fyrir “Laugh Out Loud”. Augljóslega er auðveldara að skrifa “Laugh Out Loud” en “LOL”. Augljóslega.

Re: Nokkrar spurningar.

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Yorke og Cole eru núna í smáliðum, með lélega miðju á bak við sig og báðir komnir röngu megin við þrítugt. Anelka er enþá að spila vel, en eins og hinir tveir þjáist hann af því að vera í lélegu liði.

Re: Betis Glory

í Manager leikir fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Alltaf gott að sjá að fólk er vakandi fyrir villum hjá öðrum, sérstaklega þegar sami aðili getur ekki skrifað eina línu villulaust. Annars vil ég biðja ykkur jonbii og maron að færa ykkur annað ef þið viljið rífast. hugi.is/cm er ekki vettvangur fyrir svona rifrildi.

Re: NBA deildin 2004-05 - 2. hluti

í Körfubolti fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Nokkrir hlutir þarna sem má kannski leiðrétta. Reggie Miller verður í byrjunarliðinu hjá Indiana, í það minnsta til að byrja með, Jackson mun þó fá margar mínútur til að spreyta sig. Jeff McInnis verður byrjunarleikstjórnandinn, og Snow fær líklega að byrja inná sem skotbakvörður. Þjálfari Cleveland er það hrifinn af McInnis að Snow nær ekki stöðunni af honum. Keith Van Horn er nú vonandi ekki að fara að spila mikið sem kraftframherji þar sem þeir eiga hinn sæmilega frambærilega Joe Smith...

Re: Logitech MX510 til sölu

í Vélbúnaður fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Afhverju ertu að selja músina?

Re: Að panta f´ra amazon ?

í Hugi fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Þú notar shopusa.is ef sá aðili sem þú verslar við sendir ekki utan Ameríku. Amazon sendir hvert sem er í heiminum, fyrir utan að shopusa.is tekur svo ákveðnan þóknun fyrir sitt starf.

Re: Radeon 9800 PRO 128MB til sölu

í Vélbúnaður fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Ertu með tengil í sama/sambærilegt kort? Væri gott að vita aðeins meira um það. Fylgir eitthvað með því?

Re: RADEON 9800 SE skjákort TIL SÖLU..! 22% AFSLÁTTUR !!

í Vélbúnaður fyrir 20 árum, 8 mánuðum
huglion: Þannig að 9800 se kortið sem kostar minna en 9600 pro og xt er ekki jafn gott og þau? Já það passar alveg í mín eyru. 9800 SE er ekki jafn gott og XT, en það á líka að vera þannig.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok