Draumadeild fyrir NBA. Jæja nú er ekki nema uþb vika í að NBA tímabilið hefjist og vonandi margir orðnir spenntir. En fyrir þá ykkar sem ekki verðið spenntir fyrir NBA fyrr en í úrslitakeppninni hef ég fullkomið meðal, fantasy NBA.
Margir kannast nú svosem við svona leiki, en fyrir þau ykkar sem ekki þekkja, þá er leikurinn frekar einfaldur. Í upphafi fær maður ákveðna upphæð sem maður þarf að nota til að fylla í eitt lið (2 bakverðir, 2 framherjar og 1 center, plús “sjötti maður”), leikmennirnir eru augljóslega misdýrir eftir því hversu góðir þeir eru, en eitt af því skemmtilega við þennan leik felst einmitt í því að finna leikmenn sem skila góðri framistöðu miðað við verð. Verðið á leikmönnum breytist svo á degi hverjum eftir því hversu vinsælir þeir eru á markaðinum, leikmaður sem er mikið seldur lækkar í verð og sá sem er mikið keyptur hækkar. Þetta veldur því að verðgildi liðsins manns getur hækkað miðað við hvað það var upphaflega, sem gefur manni möguleika á því að eignast betri og betri leikmenn.

Leikmenn fá stig (tsnp) fyrir það sem þeir gera inná vellinum:
hvert stig gefur 1 tsnp
Fg (skot utan af velli) sem hittir ekki gefur -0,5 tsnp
Ft (víti) sem hittir ekki gefur -1 tsnp
Frákast +1.5 tsnp
Stoðsending +2.0 tsnp
Stolinn bolti +2.5 tsnp
Varið skot +2.5 tsnp
Tapaður bolti -1 tsnp
“Þreföld tvenna” (triple double) +10 tsnp
Miðað við þetta má sjá að betra er að hafa alhliða leikmenn eins og Kirilenko, Garnett eða Marion en hreina skorara eins og Rip Hamilton eða Cuttiono Mobley, þó að allt fari það nú eftir verði hvers leikmanns, Garnett er t.d. dýrasti maðurinn í leiknum, enda hefur hann ofast verið stigahæstur. Þó er ekki þar með sagt að Garnett sé lykillinn að velgengni í þessum leik.

Til að ganga vel í þessum leik þarf maður að vera svolítið vakandi, því á hverjum degi er hægt að skipta um leikmenn, selja þá sem ekki standa sig eða eiga fáa leiki framunda og kaupa þá sem eru heitir. Þó má aðeins skipta 2 leikmönnum í viku, en þessi skipti safnast upp, svo ef maður hefur ekki skipt neinum í 2 vikur á maður 4 uppsafnaðar skiptingar. Hægt er að kaupa fleiri skiptingar en ég geri ekki ráð fyrir því að nokkur maður muni gera það og ætla ekki að gera það sjálfur.

Leikinn sjálfann má finna á http://fantasygames.sportingnews.com/hoops/season1/basic/index.html?sourceid=hp_games (athugið hvort Hugi setur nokkur bil í URLið) og býð ég ykkur að koma í deildina sem ég og nokkrir aðrir Íslendingar ætlum að vera í:
Deildin heitir: IcelandicLosers
Passwordið er: Loosers

Ef einhverjir eru að spila þennan leik nú þegar í öðrum deildum er þeim guðvelkomið að koma í þessa deild, nú eða bjóða mér í ykkar deild, ég er alltaf að leita mér að nýjum áskorunum. Ef einhver áhugi er fyrir þá skal ég skjóta hérna inn smá pistling (svari við þessari grein, korki eða grein) um heitustu leikmennina í þessum leik núna í haust. Ekkert er því til fyrirstöðu fyrir menn að hafa fleiri en eitt lið, sjálfur var ég með 4 lið í fyrravetur og náði ástættanlegum árangri með tveimur þeirra.

Happy hooping.