Ertu að segja að meirihluti innflytjenda sé misheppnaður? allir innflytjandur sem ég þekki hafa gert sitt besta til að aðlagast landi og þjóð, læra tungumálið, elda kjötsúpu o.fl. Hversu margir Íslendingar í Reykjavík elda kjötsúpu? Meira að segja þekki ég innflytjanda sem er búinn að búa hér lengi, rakst á annan innflytjanda sem var með einhverja stæla og sagði: Þetta helvítis útlendingapakk, það á bara að vera heima hjá sér. Ég hef bara kynnst góðum hlutum frá innflytjendum