Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

vitringur
vitringur Notandi frá fornöld 1.026 stig
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig

Re: Dulspeki og trú

í Dulspeki fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Það þekkir ekki þróunarkenninguna. Það er einmitt fáfrótt um hana. Þau hafa heyrt um kenningnuna, en þau skilja hana ekki, skilja ekki rökin fyrir henni og eru því fáfróð um hana, þau vita ekki mikið um hana. Því ef þau gerðu það þá gætu þau ekki neitað henni, hún er einfaldlega of fáguð til þess að nokkur maður geti neitað henni. En ef fólk veit ekki hver forseti BNA er, en tjáir sig samt um hann, þá eru þau vissulega fáfróð um það málefni… ég skil ekki hvað er athugavert við það. En þetta...

Re: Dulspeki og trú

í Dulspeki fyrir 16 árum, 9 mánuðum
skítt með það þó við getum ekki sannað vísindalega að búálfar, huldufólk og einhyrningar séu til, viltu samt útiloka það? Já veistu, ég held það kallist heilbrigð skynsemi að útiloka það þangað til annað kemur í ljós

Re: Dulspeki og trú

í Dulspeki fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Ertu sem sagt að segja að þeir sem halda að þróun hafi ekki átt sér stað og halda að jörðin sé 6000 ára séu ekki fáfróðir? Er það sem sagt ekki fáfræði, að halda að eitthvað sem sé rétt sé vitlaust?

Re: Peningar og Spilli

í Deiglan fyrir 16 árum, 9 mánuðum
hahaha, þú veist að hugi er staðurinn þar sem hlutirnir gerast

Re: munurinn á demókrötum og repúblikum

í Stjórnmál fyrir 16 árum, 9 mánuðum
ókei… þá er þetta rangnefni. Þetta er samt skilgreining orðsins og það segir slatta um flokkinn ef þetta er skoðun formanns hans.

Re: Skjár 1

í Tilveran fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Sem þýðir að það er ekkert sem bendir til þess að það sé satt. Af hverju ætti hagkerfi að falla sama hvernig því er stjórnað?

Re: Uppáhalds James Bond

í Tilveran fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Timothy Dalton Hann var lang mesti spæjarinn

Re: Dulspeki og trú

í Dulspeki fyrir 16 árum, 9 mánuðum
En þetta eru ekki ranhugmyndir í augum fólksins sem heldur sínum trúarskoðunum framAuðvitað veit sá sem er haldinn ranghugmyndum ekki að hann er haldinn ranghugmyndum…. þá væri hann ekki haldinn ranghugmyndum. Það segir sig svolítið sjálft. Dreifa fáfræði ? er þetta fáfræði sem hann er að sgrifa í grein sinni ?Já, það er mikið þarna sem er ósatt og þess vegna ekki fróðlegt, fáfræði. Viðkomandi veit ekki betur en svo að þetta sé satt, meðan að svo er ekki… fáfræði. hann á rétt á sinni trú án...

Re: Tónleikarnir í laugardalshöll?

í Deiglan fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Sammála. Þetta er svo fáránlegt. Af hverju bara ekki að selja aðgang að tónleikunum? Með því að borgin styrki þetta þá þýðir það bara að fólkið sem fer ekki á tónleikana er að borga fyrir þá sem ákveða að fara. Ísland er í rúst, Bubbi til bjargar! (það stuðlar meira að segja :))

Re: Dulspeki og trú

í Dulspeki fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Af hverju er alltaf verið að berjast fyrir því að fólk sem heldur uppi og reynir að dreifa ranghugmyndum fái að gera það í friði? Af hverju er alltaf litið á gagnrýni og efahyggju sem skítkast og hroka. Blessuð veriði, hundsið þetta svar og haldið áfram að halda sannleikanum á lofti. Leyfið fólki ekki að komast upp með að dreyfa fáfræði í annað fólk. - Það að tvær manneskju hafi mismunandi skoðun þýðir ekki að allar skoðanir séu jafn mikilvægar. Það að menn hafi mismunandi skoðanir þýðir...

Re: Peningar og Spilli

í Deiglan fyrir 16 árum, 9 mánuðum
en ég er ekki að tala um vísindiÞað er mjög líklegast vandinn, því Zeitgeist er mjög vísindaleg (óvísindaleg) mynd og því miður þá lætur fólk með of litla þekkingu á þessum málefnum og blekkjandi framburði oft blekkjast.

Re: Skjár 1

í Tilveran fyrir 16 árum, 9 mánuðum
og þitt álit er ekki virði kúks né kanill nema þú rökstyðjir það á annan hátt en að segja: “Þetta er mitt álit” Hvar eru hagfræðilegu rökin fyrir því að hagvöxtur geti ekki verið stöðugur eða þá að allt þurfi að springa?

Re: Peningar og Spilli

í Deiglan fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Það er líklegast bara sannleiksgildi þeirra sem stuðar mig mest. Það er ekki gaman að horfa á heimildarmynd sem maður veit að á ekki við rök að styðjast. Annars fer aðallega 5 mín intro í taugarnar á mér.

Re: Peningar og Spilli

í Deiglan fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Það er nú dálítið langsótt að halda að þetta sé allt saman eitthvað samsæri og allt það sem standi í öllum bókum sé rugl. En til þess eru vísindi. Ef einhver segir þér að þyngdarhröðun sé 9,8 m/s þá þarftu ekki að trúa því, þú getur prófað það sjálf. Vísindi ganga nefninlega út á það að framkvæma tilraunir sem eru endurtakanlegar, og hægt er að framkvæma aftur af öðrum aðila algjörlega sjálfstætt. Auðvitað eigum við að vera efins og gagnrýnin. Það þýðir samt ekki að við útilokum allt traust....

Re: Metaphysics

í Dulspeki fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Kjaftæði. Ég hef oft farið á djammið með það markmið að ná mér í gellu og ekkert gerst. ég hef farið í partý með neiðkvæðar hugsanir og endað með stelpu. Og hvaða tilraun er þetta sem þú ert að vísa til með þessi 100 manns? Og hvaða ástæðu hefuru til þess að halda að þetta sé “orka” en ekki bara sálfræðilegs eðlis. Ef einhver er í góðu skapi og segir brandara þá getur skapið verið smitandi. Það þýðir ekki að það sé einhver “orka” í gangi. Orka er hæfileiki til að framkvæma vinnu. Það sem þú...

Re: Metaphysics

í Dulspeki fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Og dettur þér ekki í hug að móðir þín hafi flutt til BNA til að láta drauminn rætast? Þetta er fáránlegt dæmi. Ástæðan fyrir því að margir spádómar rætast er einmitt sá að fólk lætur þá rætast. Að hún hitti mann á framandi braut… þvílík tilviljun. Þetta með tvíburana er það eina sem kemst nálægt því að vera merkilegt, en það er í raun ekkert merkilegt í ljósi þess að við vitum hvernig miðlar virka, hvaða aðferðir þeir nota og þeir hafa oft verið afsannaðir. Þess vegna bendi ég þér enn og...

Re: munurinn á demókrötum og repúblikum

í Stjórnmál fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Ég ætla ekki að láta þig um skilgreiningu orða. Ég sendi þér skilgreininguna.

Re: Peningar og Spilli

í Deiglan fyrir 16 árum, 9 mánuðum
maður lærir á þetta hægt og hægt :)

Re: Metaphysics

í Dulspeki fyrir 16 árum, 9 mánuðum
jú. Og svarið er… tilfinningar hafa engin áhrif á vatn.

Re: Peningar og Spilli

í Deiglan fyrir 16 árum, 9 mánuðum
he should want to give it to someoneTekuru virkilega ekki eftir orðinu should þarna? Þetta er einungis hans draumsýn á það hvernig honum finnst að heimurinn ætti að vera, ekki hvernig hann ER. Money is what makes the people greedy.Nei, fólk hefur verið gráðugt áður en peningar komu til sögunnar. Simpansar sýna mikil merki um græðgi og eigingirni. Það þýðir ekki að þeir hafi peninga. Raunin er sú að peningar eru ekkert annað en endurspeglun verðmæta, og við losnum aldrei við verðmæti. Við...

Re: Skjár 1

í Tilveran fyrir 16 árum, 9 mánuðum
hvernig útskýriru þá hagvöxt síðasta síðustu árhundruða?

Re: Metaphysics

í Dulspeki fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Veistu, ég geri bara það sem ég vil. síðast þegar ég vissi þá erum við á vísindum og fræðum og þess vegna ætla ég að tala um dulspeki á vísindalegan og fræðandi hátt. Ef þér líkar það ekki þá mæli ég með því að þú berjist fyrir því, rétt eins og ég, að /dulspeki sé færð á lífstíl, þar sem dulspekingar geta verið í friði í sínum lífsstíl. ég var ekki að snúa upp á neinn hlut, einfaldlega að segja sannleikann. Krafa þín var að þú vildir ekki fá neinn til að kalla þig hálfvita eða fávita eða...

Re: Peningar og Spilli

í Deiglan fyrir 16 árum, 9 mánuðum
þú veist að það er hægt að svara einstaklingunum beint með því að ýta á hnappinn “svara”

Re: Peningar og Spilli

í Deiglan fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Finnst mér… af því að ég byggi álit mitt á vitneskju. Þó svo að skoðanir manna séu mismunandi þýðir það ekki að allar skoðanir hafi jafn mikinn rétt á sér og séu jafngildar. Ég, með grunnþekkingu í hagfræði, sé einfaldlega strax í gegnum þetta myndband. Ég nenni ekki að horfa á zeitgeist 2 aftur, en ég skal koma með eitt dæmi. Hann vegsamar tækninýjungar… Hvernig heldur hann að tækni verði til? Hver heldur hann að finni upp nýja tækni? Við höfum búið við kapítalisma og peningastefnu...

Re: Dulspeki og trú

í Dulspeki fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Sai baba er ekkert sérstakur. Það er til endalaust mikið af svona trúarkraftaverkaloddurum sem ná að heilla fólk. Það er ekkert merkilegt að milljónir manna aðhyllist hans og hafi séð hann… það eru til milljónir manna eins og þú (sem efast ekki, er trúgjarnt). Ef hún er í guiness, af hverju sendiru ekki þá bara link? En ef að ég trúi ekki á dverga og bara trúi því ekki þá er það ekki afneitun, heldur trúleysi.trúleysi er víst afneitun. ef þú trúir ekki á álfa, þá ertu að segja að þú teljir...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok