Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

valahg1
valahg1 Notandi frá fornöld 34 ára kvenmaður
296 stig

Re: áhyggjur

í Skóli fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Það gerist það nákvæmlega sama árið eftir. Þú ert ekki að missa af neinu, treystu mér. Það ert þú sem átt eftir að upplifa allt þetta skemmtilega ekki fólkið heima.

Re: the used

í Rokk fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Nýji diskurinn er verulega góður verð ég að viðurkenna. Elska coverið á disknum, mér finnst það svo flott.

Re: Myndir vs. Bækurnar

í Harry Potter fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Alfonso er frábær leikstjóri en hann gerði Harry Potter ekkert gott nema bara gera hana mjög flotta og bæta framistöðu leikarana aðeins. Enda held ég að númer 3 hafi verið eina bókin sem hann las vegna þess að hann var að leikstýra henni.

Re: Myndir vs. Bækurnar

í Harry Potter fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Hún sleppti: Þegar sirius braust inn í Gryffindor, kom aldrei fram hverjir gerður ræningjakortið, kom aldrei framm hvernig sirius slapp úr azkaban, kom aldrei fram afhverju þeir voru animagus…Það vantaði helling af hlutum þegar þau voru í Shrieking shak. Það var svo ótrúlega mikið af tilgangslausum atriðum t.d. krakkar að éta nammi, draugar að fara í gegnum veggi, bækur að ráðast á fólk. Sum atriði voru lengd og dregin og í staðin fyrir að nota eitthvað sem er í bókunum var helling bætt við...

Re: Myndir vs. Bækurnar

í Harry Potter fyrir 16 árum, 9 mánuðum
5 bókin er nú 766 bls. og myndin er aðeins meira en tveir tímar og hún kom fokk miklu frá sér, hún kom mestu frá sér en allar hinar myndirnar gerðu einhvertíman en samt var myndin styðst af öllum en bókin lengst. Quidditch skiptir svo litlu máli og kemur söguþræðinum ekkert við nema bara lengja myndina og þar með missi þann frábæra hraða sem myndin var á. Umbridge bannar þeim svo að spila Quidditch á endanum og það kemur framm í myndinni. Það sama má segja um að Ron og Hermione hafið verin...

Re: Lokabókin - Spoiler

í Harry Potter fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Hún sagði aldrei að henni hefði fundist hann verri en aðrir dauðar, bara sorglegastur. Persónulega fannst mér Dobby og Colin Creavy vera sorglegustu dauðarnir. Maður var ekki að búast við þeim á meðan var maður alveg að búast við dauða í Wesley fjölskyldunni. Það var nú samt alveg ógeðslega sorglegt þegar fred dó.

Re: The Black Donnellys trailerinn

í Spenna / Drama fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Ef mig minnir rétt þá er þetta Bring me to life með Evanescence

Re: *SPOILER* Álit á 7 bókinni k, ... (2* af 5*)

í Harry Potter fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Vá ég gæti ekki verið meira ósammála þér. Mér fannst allir dauðarnir í bókinni svo fáránlega sorglegir og mér fannst flott hvernig það kom framm. Hann sá aldrei Lupin og Tonks deyja sá bara líkin þeirra, sem í raun mér fannst sterkara hefði hann séð þau deyja. Og dauði Fred's fannst mér ótrúlega sterkur, en ég hef aldrei grátið jafn mikið og þegar Dobby dó. En sterkasti dauðinn í bókinni var án efa Snape. Og þegar þú talar um að þetta sé langdregin bók og ódýr VÁ hvað ég er ósammála þér, ég...

Re: [Spoiler – Allar Bækurnar] Persónubygging HP, með áherslu á Tom Riddle, Severus Snape og Albus P.W.B. Dumbledore

í Harry Potter fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Þetta er rosaleg grein og alveg ótrúlega vel skrifuð og vá hvað ég er sammála þér, sérstaklega með Snape. Ég man þegar ég las kaflan þegar Snape drap Dumbledore og hugsaði, nei það getur ekki verið að hann hafi verið að gera þetta viljandi þetta var eitthvað plan á milli hans og Dumblerdore. En svo þegar ég las síðustu bókina byrjaði ég alltaf að efa það meira og meira, hver í anskotanum getur verið svona hræðilegur og verið góði kallinn. En af öllum sjö bókunum trúi ég ekki að ég geti valið...

Re: I'm not okay myndbandið

í Rokk fyrir 16 árum, 9 mánuðum
I'm not okay er einfaldur texti en það er margt bak við hann. Þú ættir kannski að hlusta á eða lesa fleiri texta með My Chemical Romance áður en þú dæmir. Skoðaðu textana við To The End, Skylines ans Turnstiles, You know what they do to guys like us in prison, Teenagers…

Re: Hvaða leikari/leikkona finnst þér hræðilegur léleg/ur, meðan allir eru að fíla hann?

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Ég hata Tom Cruise bókstaflega. Og ég verð að viðurkenna að mér finnst Clint Eastwood doldið ofmetin leikari, en hann er brilliant leikstjóri.

Re: I'm not okay myndbandið

í Rokk fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Þetta var gott svar, en ég verð samt að viðurkenna að mér finnst þroskuð tónlist frekar asnalegt tiltæki, að nota það. Einfaldleiki getur verið mjög fallegt fyrirbæri, þótt mér finnist MCR ekki beint einfald, en ég veit ekki mikið um tónsmíði eða tóna þannig hvað veit ég. Ég veit hvað mér finnst falleg tónlist og hvað mér finnst leiðinleg tónlist, en ég er ekki viss um að þroskastig komi því eitthvað við. Það sem þú ert að tala um er hvað er erfiðara en annað og það sem er flóknara ekki þroskastig.

Re: I'm not okay myndbandið

í Rokk fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Og svo ég blandi mér aðeins inn í þessar samræður aðeins vegna forvitni en ég vill endilega vita hvað þú myndir segja hvað svokölluð þroskuð tónlist væri. Ég hef bara aldrei heyrt neinn tala um þroskaða tónlist. Og það sem þú kalla súrt crap er nú bara helvíti skemmtileg tónlist, og lærðu svo að skíta ekki yfir tónlistarsmekk annara.

Re: Mál og Menning eða Nexus?

í Harry Potter fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Haha, tók ekki eftir því, er ekki virk á þessu áhugamáli þannig ég bara spurði.

Re: Goth, emo og rokkari

í Rokk fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Metal er rokk, einfaldlega einhver tónlistarstefna sem hefur þróast af rokki. Og pop er upphaflega stytting á popular music ef þú vissir það ekki fyrir.

Re: Goth, emo og rokkari

í Rokk fyrir 16 árum, 9 mánuðum
metal er nú samt rokk.

Re: Harry Potter 5

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Það er margt við þriðju myndina sem er ótrúlega flott en það var handritið, það var allt of miklu sleppt sem hefði vel getað verið með í staðinn fyrir tilgangslaus atrðið eins og draugar að fara í gegnum veggi og krakkar að borða nammi. Loka atriði fór mest í mig því mér fannst eins og öllu væri bara kramið aftast, þótt að helmingurinn hafi gerst á mismunandi tímum í bókinni, ég veit vel að það þarf að breyta og sleppa þegar er verið að gera kvikmynd byggða á bók en það getur hver sem er séð...

Re: Gagnrýni...

í Harry Potter fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Mér finnst 5 myndin eiginlega ver best af öllum, og þar kom 4 á eftir en númer 3 hata ég meira en allt, vá hvað ég varð reið. Bók 3 er uppáhalds og að myndin skuli hafa verið eins og hún var, vá hvað mig langaði að drepa einhvern. En 5 myndin er styst og er löng hröðust, hún byrjar og hún hættir ekki, það eru mjög sterk atriði í henni og mér til undrunar er Daniel í þeim flestum, sem hefur bætt sig alveg þvílíkt mikið í leik bara frá því í 4 myndinni. En auðvitað vantar alveg svakalega mikið...

Re: Án titils

í Myndlist fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Hún er sérstökk og flott.

Re: Harry Potter 5

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Já, en mér fannst þessi mynd samt koma flestu frá sér af öllum myndunum. Það var mörgu, mörgu sleppt, en í raun virkaði það alveg og það mikilvægasta var með. Það voru nú samt alveg nokkrir hlutir sem fóri pínu í mig en það er nú samt eitthvað lítið miðað við 3 myndina. En 5 bókin var 766 bls. og það var erfit að setja það í 2 klukkutíma mynd en ég er nú samt alveg viss um að það hefði ekki verið neitt léttar ef myndin hefði verið klukkutíma lengri

Re: Goth, emo og rokkari

í Rokk fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Ok, þú ert greinilega allt of latur, en næst þegar þú ert latur , slepptu því þá bara að svara.

Re: Harry Potter 5

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Best myndin hingað til. Miklu sleppt, en alveg hægt að sætta sig við flest, enda 766 bls. bók. Ótrúlega hröð byrjar og tekur ekki einn rólegan kafla. Leikararnir stóðu sig flesti mjög vel, Radcliff kom mér mjög á óvart sérstaklega þegar það kom að tilfingum. Umridge var ógeðslega pirrandi sem er gott mál. Hún var bara hin besta afþreying en auðvita eiga bara allir að lesa bækurnar því þær eru nú svona þúsund sinnum betri en myndirnar munu nokkur tíman verða.

Re: Goth, emo og rokkari

í Rokk fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Þessar viðlíkingar eru nú algjörlega út í höt, í fyrstalagi er Eurovision ekki tónlistarstefna og Metal er komið af rokki. Og þú líkir ekki metali við Bítlana, Bítlarnir eru klassískt rokk og rokk hefur þróast alveg helvíti mikið síðan þá. Rokk í dag er nú ekki líkt rokki síðan 1960, það er auðvitað alltaf eitthvað sem líkist en það hefur þróast töluvert mikið. Ég vona að þú geriri þér grein fyrir því að Rokk er ótrulega víð tónlistarstefna, ekki bara eitthvað eitt, emo er rokk, goth er...

Re: Goth, emo og rokkari

í Rokk fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Ég er nú ekki alveg viss um hvort að goth séu wannabe vampírur, meira bara tíska sem hefur mjög líklega þróast útfrá gamallri tísku (victorian) nema bara ýktari og darker. Emo tískan þróaðist út frá pönk tískunni og ég er nokkuð viss um að metal sé einnig rokk.

Re: Goth, emo og rokkari

í Rokk fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Er ekki goth og emo tónlist undirflokkar í rokki, þannig í raun eru emo og goth rokkara. Ég veit þetta hljómar mjög asnalega en pæliði samt aðeins í þessu.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok