Ég var að fletta Mogganum fyrir ekki svo löngu og þá var verið að segja frá því hve mikið myndirnar hafa grætt og einhverjar svoleiðis upplýsingar…


Mér hafa alltaf fundist myndirnar lélegar (reyndar af því að ég er að miða við bækurnar) og þess vegna hef ég ekki séð 4 og 5…


Ég hef alltaf verið að væla yfir því að það vanti mikið í myndirnar og eitthvað svona og alltaf fæ ég svarið að ef öll bókin væri þá væri myndir um það bil 15 klst.. or sum…


En þegar ég var að fletta Mogganum var einnig talað um lengd myndanna og þá komst ég að því að HP og Viskusteinninn er lengsta myndin þótt bókin sé styst!!!! (stafs.) Enda þykjir mér sú mynd vera lang skást…


Hvað með að gera þetta almennilega? Dæmi LOTR og mjög líklega The Golden Compass?