Sælt veri fólkið.

Ég fór í gærkvöldi á myndina um hann vin okkar Harry Potter í annað sinn síðan byrjað var að sýna hana. Í fyrra sinnið fór ég ásamt frændsystkinum mínum sem hafa bæði séð hinar myndirnar (stelpan er búin að lesa fyrstu 4 bækurnar). Þau höfðu mjög gaman af þessari mynd en þau föttuðu ekki alveg allt saman.

Í gær fór ég ásamt móður minni (sem hefur séð fyrstu myndina), mákonu minni (sem hefur lesið eina bók og séð allar myndirnar) og mömmu hennar (sem hafði eins og mamma mín bara séð fyrstu myndina). Allar þrjár skildu þær mjög lítið í þessari mynd sem við vorum að horfa á. Ég sem er að lesa 5. bókina núna í þriðja sinn var hins vegar með þetta allt á hreinu og gat útskýrt eitt og annað fyrir þeim.

Svo fór ég að hugsa eitt. Því að myndirnar fóru ekki á stað alveg jafnt og bækurnar og þegar fór að kvikmynda þetta heyrði maður svolítið af því að fólk segði: Ég þarf ekki að lesa þessar bækur fyrst það er að fara að búa til myndirnar. Mér fannst þessi hugsun mjög skrítin enda hefur sjaldan tekist að kvikmynda bækur svo vel að maður þurfi ekki að lesa bókina til þess að fá allan söguþráðinn. Það var sagt þegar þessi 5. mynd var að koma út að hún væri sú besta af þeim öllum. En mín skoðun er sú að hún er svo sem ágæt svo lengi sem þú hefur lesið bókina og veist um hvað málið snýst. Maður fann ekki eins mikið fyrir þessu með fyrstu 3 myndirnar enda voru þær bækur styttri og þá auðveldara að segja svo gott sem allann söguþráðinn. En ég sá það strax á 4. myndinni að það var margt sem hefði mátt eiða aðeins meiri tíma í að útskýra (fyrir þá sem höfðu aldrei lesið bókina).

Ein eins og þetta er orðið núna þá eru myndirnar varla skemmtileg afþreying nema fólk hafi lesið bækurnar áður. Sem er mjög gott, því það er öllum holt að lesa og það væri best ef allir læsu eitthvað á hverjum degi. Til þess er Harry Potter mjög góður, enda hafa útgáfa á þessum bókum orðið til þess að fólk hefur farið að lesa meira ;)