Ég bara verð að tjá mig um bókina - sérstaklega þar sem það eru fáir sem ég þekki sem eru búin að lesa bókina.
En úfff - lokabókin verða ekki fleiri - ekki fleiri bækur um Harry sem verða lengri en 500 bls. Í heild þykir mér þessi bók góð en bók nr. 4 verður alltaf í uppáhaldi hjá mér. Skemmtilegt þó í þessri bók að hún gerist ekki öll í skólanum, gaman að lesa hvað Harry, Ron og Hermione eru orðin fullorðin og farin að sjá um sig sjálf. Það var kannski orðið frekar langdregið hvað þau voru endalaust að ferðast og gera lítið en svona er víst lífið að vera á flótta - bíst ég við.
Þegar ég byrjaði að lesa bókina vissi ég að einhver myndi deyja en ég átti ekki von á að svona margir myndu deyja en ég vissi að Snape væri góður, bara vissi það. Eftir allt saman þá gat hann ekki verið vondur. En að hann hefði verið skotinn í Lily - því hefði mér aldrei dottið í hug. JKR tókst enn og aftur að koma manni á óvart með óvæntum tvist.
En að Hedwig myndi deyja - á því ætti ég aldrei von á. Það fannst mér eiginlega sorglegasta atriðið í bókinni. Hedwig var ekki að taka þátt í stríði, hún var saklaust dýr sem var á röngum stað á röngum tíma. Skil ekki af hverju Harry sleppti henni ekki áður en þau lögðu af stað, skil ekki af hverju það var ekki komið með 6 aðrar uglur - ég meina kunna þau ekki að galdra!!
Eg á seint eftir að fyrirgefa JKR að drepa Hedwig, hefði ekki bara verið hægt að sleppa henni út í náttúruna - er dýravinur og þoli ekki að sjá eða lesa að farið sé illa með dýr.
Fannst samt einn galli á hvað lítið maður fékk að fylgjast með öðrum en Harry í bókinni, t.d. hvernig foreldrum Ron gekk eða hvernig lífið var í skólanum, það kom að vísu allt í ljós seinna meir.
Fyndið samt að bera bækurnar saman því bækurnar þroskast svo með persónunum, eða frekar með Harry. Gaman að fylgjast með einhverjum eldast og þroskast - vera svo allt í einu kominn með konu og börn. Ég á eftir að sakna Potter en það eru ennþá tvær myndir sem eiga eftir að koma svo það á vonandi eftir að hjálpa til við að venjast því að ævintýrið um Potter er búið.
Hedwig RIP