Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

trommumagi
trommumagi Notandi síðan fyrir 20 árum, 7 mánuðum Karlmaður
228 stig

Knicks og Suns skipta leikmönnum (25 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Stór leikmannaskipti voru gerð í gær á milli New York Knicks og Phoenix Suns. Knicks fengu þá Stephon Marbury, Penny Hardaway og Cezary Trybanski en Suns fengu Antonio McDyess, Howard Eiley, Maciej Lampe, Charlie Ward, Milos Vujanic og tvo fyrstu umferðar valkosti í nýliðavalinu. Þegar ég lýt snögglega yfir skiptin fynnst mér eins og Knicks hafi komið betur úr þessu. Þeim hefur vantað sárlega Leikstjórnanda í vetur, hvorki Howard Eisley né Frank Johnson eru nógu góðir til að eiga að vera í...

Leikur ársins (7 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Já dömur mínar og herrar, leikur ársins var spilaður í dag. Okey okey, kannski ekki leikur ársins en samt fjandi góður leikur. Orlando Magic og Cleveland Cavaliers áttust nefnilega við og þurfti framlengingu til að úrskurða sigurvegara í þessari viðureign. Leikurinn var mjög jafn allan tíman og það var ekki fyrr en 4:15 voru eftir af framlengingunni að munurinn fór yfir 7 stig. Þar sem leikurinn var á svona ágætum tíma, byrjaði svona 19:45 á íslenskum tíma, ákvað ég að “horfa” á hann,...

Fréttir úr NBA (7 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Nú á dögunum voru Baron Davis og Peja Stojakovic valdnir leikmenn nóvember mánaðar. Baron Davis er einn af þeim leikmönnum sem hafa komið mest á óvart það sem búið er af tímabilinu og hann hefur bætt sig verulega í næstum öllum tölfræðiþáttum. Stigaskor hans hefur hækkað úr 17,1 í 24,1 og hann er þriðji stigahæsti leikmaðurinn í deildinni. Stoðsendingar hafa hækkað úr 6,4 í 8,4 og hann er einnig þriðji hæsti í þeim. Síðan hefur tala stolna bolta hækkað úr 1,82 í 2,78 sem gerir hann næst...

Njarðvík vinnur Hópbílabikarinn (4 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Úrslitaleikurinn í Hópbílabikarnum var spilaður í dag og voru það Keflavík og Njarðvík sem spiluðu. Leikurinn var hörkuspennandi, Njarðvík unnu leikinn eftir ótrúlegan 4. leikhluta sem þeir unnu 31-9 eftir að Keflavík hafði verið betra liðið fyrstu þrjá leikhlutana. Leikurinn var sýndur beint á RÚV og ég skrifaði þessa grein á meðan ég horfði á leikinn þannig að það gæti verið einhverjar tölfræðivillur. Njarðvík byrjaði leikinn af krafti og komust í 10-0 og fyrsta karfa Keflavíkur kom ekki...

Nýtt deildarfyrirkomulag í NBA (11 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Á mánudaginn samþykkti stjórn NBA-deildarinnar tillögur um breytingu á fyrirkomulagi deildarinnar. Ástæða þess er sú að liðunum verður fjölgað á næsta ári, 30. liðið, Charlotte Bobcats kemur inn í deildina. Eins og flestir vita var deildinni skipt í Austur- og Vesturdeild, og síðan tveir riðlar í hvorri deild. Í austrinu var Atlantshafsriðill(Atlantic) og Miðriðill (Central) en í vestrinu Kyrrahafs- (Pacific) og Miðvesturriðill (Midwest). Núna bætist hins vegar við í austrinu Suðausturriðill...

Leikir sunnudagsins (7 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Fimm leikir voru spilaðir í gær, ég ætla að skrifa aðeins um þá. Toronto Raptors tóku á móti Denver Nuggets og unnu, 89-76. Sigurinn var helst að þakka stórleik Vince Carter sem var með 34 stig, 10 frá og 6 sto. Nuggets skoruðu fyrstu körfuna en lengra komust þeir ekki. Raptors unnu 1. fjórðung 26-13 og héldu forystunni út leikinn. Hjá Denver var Andre Miller bestur, 18 stig, 11 frá og 8 sto. Carmelo Anthony náði ekki að fylgja eftir stórleik sínum á móti Clippers þar sem hann skoraði 30...

Seattle SuperSonics (18 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Fyrir stuttu datt einhverjum í hug að byrja að skrifa greinar um liðin í NBA deildinni. Góð hugmynd og hérna kemur fyrsta liðsgreinin mín og er hún um Seattle SuperSonics. Fyrstu árin Sonics var hleypt inn í NBA deildina fyrir tímabilið 1967-68 ásamt Houston Rockets (þá San Diego Rockets). Þeir byrjuðu ekki vel og töpuðu fyrsta leiknum 144-116 og enduðu með næst slakasta árangurinn í deildinni á eftir Rockets, 23 sigrar - 59 töp. En næstu fjögur árin bættist árangurinn á hverju ári og...

Lakers vinna Warriors - Kobe spilar vel (13 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Lakers tóku í nótt á móti Warriors og unnu með 15 stigum, 87-72. Þetta var samt enginn erfiðisleikur því að sterkustu menn Warriors, þeir Nick Van Exel og Jason Richardson voru ekki með og heldur ekki annar byrjunarliðsmaður, Troy Murphy.Byrjunarlið þeirra var þess vegna: C - Erick Dampier FF - Cliff Robinson SF - Mike Dunleavy SG - Calbert Cheaney PG - Speedy Claxton, sem átti ömurlegan leik, 1-8 í skotum og 3 stig Þetta er náttúrulega hræðilegt byrjunarlið, það segir nóg að Erick Dampier...

Lebron James byrjar vel (16 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Það virðist sem að LeBron James virðist ætla að standast pressuna sem sett hefur verið á hann. Hann er núna búinn að spila tvo leiki og hefur spilað vel í þeim báðum og verið besti leikmaður Cavaliers í þeim. Í fyrsta leiknum spiluðu þeir á móti Sacramento Kings og það virtist sem að LeBron væri sá eini sem að trúði því að þeir gætu unnið þennan leik. Hann barðist á fullu allan tímann og var með mjög góðan alhliða leik. Hann skoraði 25 stig hitti úr 12-22 í skotum og 1-3 í vítum. Hann tók 6...

Þriðji leikur Jóns Arnórs (2 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Hetjan okkar allra, Jón Arnór Stefánsson spilaði sinn þriðja leik í nótt þegar Mavs vann SA Spurs 89 - 84. Jón spilaði í 6 mínútur, kom inn á í byrjun fjórða leikhluta en gerði samt ekki mikið. 0/0 í skotum og vítum, 1 sóknarfrákast, 1 stolinn bolti og 3 tapaðir. Marquis Daniels, aðal keppinautur Jóns um sæti í liðinu gekk aðeins betur, 8 stig, 1 frákast og 1 stolinn á 11 mín. Hérna er svo hvenær hann kom við í leiknum. 4th Period (11:11) [DAL] Steffansson Turnover: Lost Ball (1 TO) Steal:...

Tveir góðir í vetur (7 álit)

í Körfubolti fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Núna seinasta mánuð er ég búinn að fylgjast nokkuð vel með nokkrum efnilegum leikmönnum í NBA deildinni, skoða statsana hjá þeim í æfingaleikjunum og í sumardeildunum, skoða hvað þjálfarar og aðrir aðstandendur liðanna hafa að segja um þá og annað í þeim dúr. Þeir þrír leikmenn sem mér hefur sýnst hafa bætt sig mest frá seinasta tímabili eru þeir Kwame Brown, Washington og Eddy Curry sem spilar með Chicago. Ég ætla að skrifa eitthvað um þá. Kwame Brown: Kwame kom beint úr miðskóla og var...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok