Leikir sunnudagsins Fimm leikir voru spilaðir í gær, ég ætla að skrifa aðeins um þá.

Toronto Raptors tóku á móti Denver Nuggets og unnu, 89-76. Sigurinn var helst að þakka stórleik Vince Carter sem var með 34 stig, 10 frá og 6 sto. Nuggets skoruðu fyrstu körfuna en lengra komust þeir ekki. Raptors unnu 1. fjórðung 26-13 og héldu forystunni út leikinn.
Hjá Denver var Andre Miller bestur, 18 stig, 11 frá og 8 sto. Carmelo Anthony náði ekki að fylgja eftir stórleik sínum á móti Clippers þar sem hann skoraði 30 stig. Hann skoraði reyndar 19 en var með aðeins 6-16 skotnýtingu. Carter var langbesti leikmaður Raptors, Jerome Williams var ágætur, 8 stig og 13 frá.

Boston Celtics unnu Sacramento Kings á heimavelli, 91-82. Kings, sem höfðu skorað 106 stig að mtl. fyrir leikinn, réðu ekki við sterka vörn Celtics. Kings voru samt sterkari í fyrri hálfleik og unnu hann 45-39, en í 3. leikhluta tóku leikmenn Celtics öll völd á vellinum, unnu hann 34-24 og lögðu grunninn að sigrinum.
Peja Stojakovic, sem hefur verið að spila frábærlega að undanförnu, náði ekki að sýna sitt rétta andlit í leiknum, skoraði 13 stig og 5-15 skotnýting. Brad Miller átti hins vegar góðan leik fyrir Kings, 19 stig og 16 frá. Hjá Boston var Vin Baker bestur með 18 stig og 13 frá.

Indiana Pacers unnu 5. leik sinn í röð er þeir sigruðu Philadelphia 76ers á útivelli í mjög kaflaskiptum leik. Pacers unnu 1. fjórðung 26-15 en Sixers voru betri í 2. og 3. Fyrir 4. leikhluta var staðan 64-59 fyrir Sixers en þá tóku Jermaine O'Neal og Ron Artest til sinna ráða. Þeir skoruðu samtals 22 af 26 stigum Pacers og leiddu þá til 26-10 sigurs í leikhlutanum. Lokatölur:85-74
Allen Iverson var langbesti maður Sixers, skoraði 37 stig(15-30) en Glenn Robinson átti hins vegar súran dag, 6 stig og 5 frá á 31 mín. Hjá Pacers voru þeir Artest og O'Neal bestir. Artest skoraði 30 stig og tók 10 fráköst og O'Neal var með 23 stig og 10 frá.

Detroit Pistons sigruðu NJ Nets örugglega í slag austurstrandarinnar, 98-84. Nets byrjaði betur, vann 1. fjórðung 26-20, en Pistons voru sterkari í 2. og voru 1 stigi yfir í hálfleik. Í seinni hálfleik voru Pistons svo miklu sterkari og lokatölur 98-84.
Hjá Pistons átti Rip Hamilton góðan leik, 24 stig, og Corliss Williamson kom sterkur af bekknum með 20 stig á 26 mín. Jason Kidd var besti leikmaður Nets, 18 stig og 11 sto.

Seinasti leikurinn er svo Atlanta Hawks og Seattle Supersonics. Hawks unnu áreynslulausann útisigur á Sonics, 91-81, þar sem Sonics voru allan tíman undir. Sonics, sem hittu aðeins úr 1-18 í 3ja stiga skotum voru 15 stigum undir í hálfleik. Þeir náðu aðeins að minnka muninn í seinni hálfleik en 10 stiga tap var reyndin. Góð hittni Hawks og góður leikur Jason Terry skóp sigurinn.
Bestur hjá Hawks var Terry, skoraði 23, 4-7 í þristum og tók 9 fráköst. Síðan var Shareef Abdur-Rahim ágætur, 14 stig og 11 fráköst. Hjá Sonics hélt nýliðinn Ronald Murray áfram að koma á óvart, skoraði 24 og 7 frá. Hann er að leysa Ray Allen af sem er meiddur og hefur gert það með stakri prýði. Rashard Lewis hefur spilað betur, 16 stig og 9 frá. en Luke Ridnour átti fína innkomu af bekknum, skoraði 13 stig.