Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

togp
togp Notandi síðan fyrir 14 árum, 5 mánuðum 0 stig

Re: MR sigrar MORFÍS 2011

í Skóli fyrir 13 árum
1. Sanngjörn úrslitaviðureign?: Eins og dregið var í undanúrslit hefðu Verzló og MH átt að mætast. Voru besta og 3 besta lið keppninnar. 2. Besta lið ársins: Verzló 3. Spútnik lið ársins: MS 4. Mesta vonbrigðin: Að FG hafi dottið snemma út 5. Mesta snilldin: Ræðurnar hans Stefáns Óla á móti FG og MR voru agjört gúmmelaði. 6. Draumaræðulið ársins: Það er erfitt að vita hversu mikið liðstjórarnir leggja af mörkum, svo ég passa liðstjórann bara. Besti frummælandinn sem ég sá í ár er Bjarki í...

Re: Úrslitakvöld morfís MR-MS

í Skóli fyrir 13 árum, 1 mánuði
Ætla að gefa nákvæmari spá um úrslitin hérna. MS vinnur með 40 stigum, Þórir ræðumaður Íslands.

Re: Úrslitakvöld morfís MR-MS

í Skóli fyrir 13 árum, 1 mánuði
Þetta er svosem allt í lagi umræðuefni, betra en hitt sem MR lagði til, eitthvað um Líbíu. Hefði ekki nennt að hlusta á það. Annars spái ég MS sigri, annað árið í röð. Sem hljómar reyndar furðulega.

Re: Undanúrslit Morfís MS - MH

í Skóli fyrir 13 árum, 1 mánuði
Ég sá keppnina reyndar ekki, en mér skilst að hún hafi verið ansi jöfn og spennandi. Hvað þessa reglu varðar finnst mér hún aldeilis ekki fullkominn en þó mun betri kostur en að láta stigin ein gilda. Þá hefði t.d. fáránleg dómgæsla eins dómara (eins og hjá MS og MH) tryggt öðru liðinu sigur þó að tveir dómarar hafi dæmt hinu liðinu sigur. Best fyndist mér að láta einfaldan meirihluta dómara ráða. Ef að 2 dómarar dæma liði sigur, þá vinnur það.

Re: Undanúrslit MORFÍS 2011

í Skóli fyrir 13 árum, 2 mánuðum
MS vs. MH Verzló vs. MR Verzló vinnur MH í úrslitum. *Hvernig finnst ykkur keppnin hingað til? Bara svona la la. Bestu liðin hafa lítið mæst innbyrðis, nema þá Verzló á móti FG og Kvennó. En nú erum við komin í 4 liða úrslit og nú fara stóru keppnirnar að byrja. *Vonbrigði, spútniklið, besti skólinn, bestu ræðumenn Að FG hafi dottið út í 16 liða úrslitum eru mestu vonbrigðin hjá mér, þeir voru mjög góðir og leiðinlegt að þeir hafi lent svona snemma á móti Verzló. Spútniklið timabilsins er...

Re: Kvennó vs. Verzló (8-liða úrslit Morfís)

í Skóli fyrir 13 árum, 2 mánuðum
Held að Verzló vinni með 100+ og að Stefán verði ræðumaður kvöldsins. Ég veit ekki alveg hvor pólinn er betri, þannig að ég held að þetta ráðist aðallega á ræðumönnum og þjálfurum þar sem Verzló hefur vinninginn að mínu mati. Og já það verður örugglega troðfullt. Hef reyndar ekki komið á keppni í Kvennó en síðast þegar að Verzló keppti þarna þá var víst troðfullt og varla líft inn í salnum.

Re: Gettu Betur / 16-liða úrslit

í Skóli fyrir 13 árum, 3 mánuðum
19:30 Kvennaskólinn í Reykjavík - Menntaskólinn á Ísafirði 20:00 Borgarholtsskóli - Fjölbrautaskóli Vesturlands 20:30 Fjölbrautaskóli Suðurlands - Menntaskólinn í Kópavogi Fimmtudagur 10. febrúar á Rás 2 19:30 Menntaskólinn á Egilsstöðum - Menntaskólinn við Hamrahlíð20:00 Menntaskólinn á Akureyri - Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 20:30 Verzlunarskóli Íslands - Menntaskólinn við Sund Föstudagur 11. febrúar á Rás 2 19:30 Menntaskólinn í Reykjavík - Framhaldsskólinn á Húsavík 20:00...

Re: 8-liða úrslit

í Skóli fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Hraðbraut - MS MÍ - MH MR - FS Kvennó - Verzló *Hvernig finnst ykkur keppnin hingað til? Bara fín, margar ágætiskeppnir hafa litið dagsins ljós. Vonbrigði: Einu vonbrigðin fyrir mér er sú staðreynd að FG og Verzló hafi mæst svo snemma og að FG sé dottið út. Spútnik lið:Ég hef ekki orðið var við lið sem ég myndi kalla spútnik lið. Lítið hefur verið um óvænt úrslit hingað til, en ég gæti trúað því að MS komi á óvart í 4-liða úrslitum. Besti skólinn: Er að mínu mati Verzló. Hafa unnið bæði MR...

Re: Kvennó - Flensborg 16 liða úrslit MORFÍS - umræða

í Skóli fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Held að Kvennó vinni nokkuð sannfærandi. Umræðuefnið er samt mjög forvitnilegt, gaman að sjá hvernig liðin vinna úr því.

Re: 16-liða úrslit (einstakar keppnir)

í Skóli fyrir 13 árum, 3 mánuðum
MS vann MK með eitthvað um 70 stigum.

Re: Kröftugasta atriði allra tíma?

í Kvikmyndir fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Þegar að Múfasa deyr í Konungi Ljónanna. Sorglegasta atriði sem ég hef séð.

Re: 16-liða úrslit MORFÍS 10/11

í Skóli fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Ef menn halda að það séu fleiri en einn liðsstjóri í hverju liði veitir hinum sama kannski bara af svoleiðis kennslustund, ekki að ég bjóði upp á slíkt. Ég var bara að leiðrétta rangt mál. Það hafa nú fleiri en ég gert það inn á þessum vef. Þar sem morfís lið er aðeins skipuð 4 mönnum þá gefur það auga leið að það er aðeins einn í hverri stöðu, og eins og það er bent á hérna seinna er einungis einn liðsstjóri í Kvennó, Oddur. Það er nú óþarfi að þakka mér síðan fyrir þetta, þó að það hafi nú...

Re: 16-liða úrslit MORFÍS 10/11

í Skóli fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Nei ég hef ekki séð þá keppa en ef það stenst eitthvað í þessari lýsingu þinni eiga fáir séns í þessa guðdómlegu ofurmenni sem þú gerir svo skemmtilega skil. Ræðulið Kvennó hefur bara ekki verið upp á marga fiska í minni menntaskólatíð svo að ég gerði ekki ráð fyrir því að þeir væru ekki líklegir til að vinna, en ég hef ekki séð þá, svo að það getur svosem verið að þeir séu mjög góðir, bara veit það ekki. Efast samt stórlega um að þeir séu bestir, en við komumst bara að því eftir nokkra...

Re: 16-liða úrslit MORFÍS 10/11

í Skóli fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Mér fannst hvorki frummælandi né meðmælandinn upp á marga fiska. Jóhann Páll er samt ekki góður en þú vinnur ekki Morfís á einum ræðumanni. Á ví-mr var Magnús Karl þessi týpíski reiði frummi, og ræðurnar hans voru frekar illskiljanlegar, en hann líkti Verzlingum við bæði einræðisherra og spænska rannsóknarréttinn, og lokaði síðan á að hann sagði þá vilja drepa fólk. Náði því ekki alveg. Og memminn fór einfaldlega í taugarnar á mér, fannst hann ekkert fyndinn þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir...

Re: 16-liða úrslit MORFÍS 10/11

í Skóli fyrir 13 árum, 5 mánuðum
FVA / MH - Iðnskólinn í Hafnarfirði MH vinnur auðveldlega MÍ - Tækniskólinn MK - MS MK eru slakir, MS vinnur með 100+ FNV - Hraðbraut Hef ekki hugmynd, hef samt séð Hraðbraut keppa og þeir voru lélegir FG - Verzló (14. janúar) Tvö bestu liðin í ár, þessi keppni án mun frekar heima í Háskólabíói í apríl en í Garðabænum í janúar. FSN - FS FS, voru góðir í hitteðfyrra, gef þeim þetta. Flensborg - Kvennó Kvennó vinnur örugglega, hef ekki séð Kvennó keppa en þeir unnu nú MH, þótt að mörgum hérna...

Re: Morfís tímabil 2011.

í Skóli fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Ég sagði hvorki að meðmælendur væru aldrei ræðumenn kvöldsins né að þeir væru alltaf fyndna týpan. Ég sagði að þeir væru nánast aldrei ræðumenn kvöldsins og að Stefán væri þessi fyndni memmi. Ég hef verið að fylgjast með Morfís síðan 2007 þá hef ég aldrei séð meðmælanda vera fæðumann kvöldsins, og ég er svona 85% viss um að í keppnum bestu morfísliðanna (Verzló, MH og MR) hafi meðmælandi aldrei orðið ræðumaður kvöldsins síðust 3-4 ár. “Samkvæmt kunningja mínum sem er dómari þá hefur hann...

Re: Morfís tímabil 2011.

í Skóli fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Ástæðan fyrir því að Stefán hefur ekki orðið ræðumaður kvöldsins gegn Jakobi og Jóhanni í fyrra er nú að mestu held ég vegna þess að hann var meðmælandi, þessi “fyndni memmi”, sem eiginlega aldrei verða ræðumenn kvöldsins, ekkert vegna þess að þeir séu verri ræðumenn en frummælendurnir eða stuðningsmennirnir heldur vegna þess að þessar týpur verða aldrei ræðumenn kvöldsins í morfís. Nú hefur Stefán keppt eina keppni sem stuðningsmaður og sýndi mikla yfirburði og bar sig öðruvísi en hann...

Re: Morfís tímabil 2011.

í Skóli fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Ég byggi mína skoðun á því að Stefán er langreynslumesti ræðmaðurinn í Morfís í ár sem hefur unnið keppnina, enginn annar hefur einu sinni keppt í Háskólabíói svo ég best veit. Hann er náttúrlega að skipta um stöðu, var alltaf meðmælandi en er nú stuðningsmaður. Hann var langbestur á ví-mr og Jóhann Páll leit ekki út sem jafnoki hans þá. Og ég hef séð nokkrar keppnir hjá Jakobi og finnst mér Stefán hafa bæði reynsluna og ræðuhæfileika fram yfir hann.

Re: Morfís tímabil 2011.

í Skóli fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Verzló eru að mínu mati bestir, svo kemur FG og þar á eftir örugglega MH, MR og Kvennó. FG eru með tvo frá því fyrra en Stefán í Verzló er eiginlega yfirburðamaður í morfís í ár.
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok