Sko ég hef nú lent í einu svona rugli úti á landi. Ég var á leið heim frá Akureyri og þá byrjaði að rjúka úr húddinu, þ.e. vélin ofhitnaði og heddið laskaðist eitthvað. (btw þá var hitamælirinn bilaður). En bílinn var dreginn á Blönduós, og að sjálfsögðu þurftu þeir að senda heddið í bæinn í slípingu. Svo kem ég hress og kátur 2 til 3 vikum seinna og þurfti að splæsa á þá 70þús að mig minnir. Nú jæja svo næ ég í kaggann og viti menn 2 vikum seinna sýður aftur á honum, og höfðu það félagarnir...