ég póstaði hérna fyrir ca 2 mánuðum um það að tímareimin mín hafði farið á ferð. og var ekki viss hvort vélin hafði eitthvað skemmst, jæja nú hef ég sko fréttir að færa hvað mikið vesen hófst úppur því að ég gleymdi að endurnýja þessa blessaða tímareim á réttum tíma!!!


eftir að ég hafði komist að því sjálfstáður að tímareimin hafði slitnað þá keypti ég nýja og fór með bílinn á verkstæði og bað um að láta skipta um fyrir mig og bað til Guðs að engir ventlar höfðu bognað eða annað skemmst.

En neinei 2 ventlar höfðu bognað og þurfti því að skipta um þá, líka var heddin af bílnum send í heflingu í rvk sem kostaði btw 40 þús kall… helvítis glæpamenn!!!.. jæja okey. síðan þegar gaurinn var búinn að tjasla þessu loksins saman tók hann 5 vikur að gera það!!!

þá fór bíllinn í gang og ekkert mál, gaurinn held að allt hafði verið í lagi en þá alltíeinu þegar hann var að aka honum útúr verkstæðinu hjá sér þá drap bílinn á sér!! okey hann hringdi í umboðið og þar var sagt við hann að bensíndælan hefði sennilega eyðilagst! hann mælir dæluna sjálfur eitthvað og útskurðar hana ónýta!.

þá hrindi ég í umboðið og ætlaði að panta eitt stykki bensíndælu en vá þá var mér sagt það að þetta væri hlutur sem ætti ekki að bila og þeir áttu þetta ekki á lager! þær gætu sérpantað þetta en þá mindi það kosta 30 þús kall! sem betur fer fann ég eina notaða á 7 þús kall á partasölu.

okey ég læt gaurinn hafa dæluna og svo ný kerti sem ég hafði keypt í leiðinni og bið hann að lata það í.

okey hann gerir það. en okey bílinn fer ekki í gang!!

þá kemst hann að því að ekkert var að bensíndælunni heldur hafði einn vír farið í sundur! okey hann kippir því í lagið en þá hefur hann á einhvern hátt bensínbleitt nýju kertin! okey hann keypti ný kerti og lét í bílinn. síðan eftir þetta þá ætlar hann að starta bílnum en neinei!! þá virkaði ekki startarinn!!! hann hafði verið búin að reyna að starta bílnum svo oft að hann hefur eyðilagt helvítis startarann!!! jæja ég hirti samt bílinn get gert við startarann sjálfur ýtti honum bara í gang. en neinei!!! þá er gangurinn í bílnum svo vanskapaður!! ég nenni ekkert að láta hálfvitað hafa bílinn strax því hann getur ekkert gert fyrr en búið að er að gera við startarann!. svo ég læt pabba kíkja á bílinn sem er rafvirki og hann kemst að því að hann hefur eitthvað tengd þennan vír frá bensíndælunni vitlaust eða átti ekkert að vera tengdur! en dælan er stopp ef hann er ekki tengdur en dælan er í botni ef hann er tengdur!!! svo… okkur datt í hug að Tölvan í bílnum væri eitthvað bíluð okey pabbi rífur tölvuna úr og sér strax að hluti af henni er brunninn!! nú við förum og kvörtum í kallinum því þetta er augljóslega hans sök því ei kviknar í tölvunni nema það sé tengd eitthvað vitlaust, jæja kallinn viðurkennir að hafa ekki veri viss um einhverjar 2 snúrur sem voru alveg eins og tengd því þær eins og hann held. allavega ný tölva kostar 70 þús en sem betur fer fæ ég notaði á 15 þús á sömu partasölu og ég fékk bensíndæluna, fæ að skila henni og fá greitt upp í tölvuna.

En samt finnst ykkur þetta ekki bara bölvað fúsk og kjaftæði hjá viðgerðarkallinum. við pabbi ætlum að heimta að allur kostnaður sem hefur komið, fyrir utan auðvitað vélarviðgerðina og tímareimina. hvað finnst ykkur sanngjarnd ?

btw ég er búin að vera bílaust í 2 mánuði slétta!!

ræð öllum að skipta um tímreim tímalega!!!