Núna fyrir stuttu varð klanið [.Mecha.] 7 mánaða gamall (4 mán þegar allir voru komir á adsl), eftir að hafa verið stofnað í október sem vinaklan, allir á 56,6, eða bara ekki á nettenginu létum það ekki stoppa okkur og urðum ágætlega þekktir á serverum, án þess að vita tilgang í klani, hvað það gerði o.sfv. bara héldum að klan væri bara félagar að leika sér og spila saman.
Svo um desember 2001 sameinuðumst við clani að nafni $Frami$, fyrstu meðlimirnir með ADSL :D (= 2 meðlimir með adsl ;))
Svo var það ekki fyrr en í febrúar sem við tókum okkar fyrsta scrimm (sem var btw við ggrn menn), en svo eftir smá tíma fór það að dala, en svo í apríl-maí sem það var farið að scrimma frekar mikið, nokkrir joinuðu og blésu aftur lífi í clanið, núna seinasta skjálfta kepptum við, gengum ágætlega miða við að við værum í erfiðasta riðlinum og værum ekki allveg klárir á öllum möppunum, vorum bara ágætlega sáttir með niðurstöðuna, og núna í dag var tekin sú ákvörðun að klanið skildi hætta, lítið annað en að þakka þessum klönum sem við scrimmuðum við á undan skjálfta og kepptum við á skjálfta, og þeim klönum sem hafa hjálpað okkur í gengum tíðina.
GG all / Good Game

kv,
Indy / Viggi