hm… ég sá ‘76 myndina fyrst… gat varla klárað hana, var alveg að sofna allan tímann, þrátt fyrir að einn af mínum uppáhalds leikurum er í henni (jeff bridges)… svo sá ég ’05 ræmuna, og er sammála flestum, að hún er bara allt allt of löng. einnig bætir það nú ekki að ég þoooli ekki jack black. fékk svo '33 útgáfuna á dvd í afmælisgjöf seinast, og ég hef alveg ótrúlega gaman af mjög gömlum myndum, og ég skemmti mér konunglega yfir henni :(