Superman Returns Superman eða Ofurmennið er aftur kominn aftur á hvítatjaldið eftir langa fjarveru til að vinna hjörtu heimsins á ný, en með mjög mismundandi árangri. Að þessu sinni er það ofurhetju vetenerarinn Brian Singer sem sýnir okkur hans vison af Seinasta Syni Kryptons. En ekki er nú alveg hægt að hald því fram, þannig er nú mál með vexti að ekki er nýja myndin ætluð sem ný túlkun á The Man of Steel heldur nostagísk ímynd Ofurmannsins frá 1978 sem að Richard Donner kynnti fyrr heiminum. Sem færir Returns bæði kosti og galla.

Sjálfur ólst ég upp við að horfa á Lois & Clark, gömlu myndirnar og smá skammt að mismunandi teiknimynda blöðum, þannig að ég get ekki sagt að ég hafi einhvern 1 sannan standard fyrir hvernig Kal-El skuli vera eða líta út til að virka fyrir mig. Einnig er ég líka mikill Smallvill maður. Líka með öllu þessum nýju túlkunum sem eru að koma í dag með Batman, Spider-Man og öllu þessu ofurhetju liði sem við elskum get ég ekki annað en hrósað Singernum fyrir að koma með framhald að gömlu myndinni heldur en að koma með alveg byrjun á Ofurmenninu, hver væri ekki til í að við fengum beint framhald af Batman Returns (besta Batman mynd ever).

Mikið hefur gengið á við að reyna að koma Ofurmenninu aftur á hvítatjaldið seinustu 20 árinn og hafa menn eins og Tim Burton, Kevin Smith, Brett Ratner, J.J. Abrams, McG og fleiri komið þar við sögu. En Warner Bros átti nefnilega ekki réttin til að gera Superman heldur Alexander og Ilya Salkind sem að framleiddi Supermann 1-3, og um 1990 keypt WB réttin til að kvikmynda Superman og létu framleiðandinn Jon Peters í málið um að gera næstu Superman mynd. En hann var með frekar undarlegar hugmyndir um hvernig næst mynd ætti að vera. En SM átti ekki að geta flogið og mátti alls ekki vera í sínum klassíska búningi því að hann var “too pink, too faggy.” og hann vildi hafa SM í svörtum latex búningi með silfur litað S sem hægt væri að taka af og nota sem hnífa? Hann vildi að næsta Superman yrði líkari Star Wars og Matrix einnig var hann líka með hugmynd að hafa risa róbóta könguló í myndinni sem hann kom svo seinna á framfæri í Wild Wild West.
Kevin Smith var svo ráðinn til að gera handrit og flest allir ánægðir með hann en þegar Tim Burton var ráðinn til að gera myndina vildi hann nota sýna eigin handritshöfunda og lét reka Smith. Einnig reyndi Smith sem og Nicolas Cage(sem hafði nú verið ráðinn til að leika Supes) að berjast fyrir því að hafa hinn klassíska Kal-El á skjánum, en það var eitthvað sem hvorugur Burton né Peters vildu sjá í næstu mynd um ofurmennið sem nú hafði fengið nafnið Superman Lives.
En ekkert kom svo út úr því og var eitt u.þ.b. 50 milljónum dollara í fyrirvinnslu áður en Singer var svo fengin til verksins sem tók við að Ratner.

Superman Returns gerist eftir 1&2 dismissing 3 & 4 (cus they suck) og Donner gerði ekki alla 2 eins og Heiða segir í gagnrýni sinni fyrir morgunblaðið. Heldur var hann búinn að taka upp 75% en svo var Richard Lester fengin til að klára hana og aðeins 50% af Donner komst í loka verkið(også The Donner Cut af S2 is comming to dvd in 11/28).

Superman kemur aftur eftir 5 ára fjarveru þar sem hann var að athuga með heimaplánetuna sína. Og allt í góðu með það eða hvað? Lois skrifaði grein um af hverju heimurinn þarfnast ekki Supermans. Öll myndin fjallar eiginlega um það hvernig á að taka upp sitt fyrra líf eða hvort það sé hægt að hverfa aftur til fyrri tíma eftir langa fjarveru. En Lois hefur lært að lifa án hans og hefur trúlofaði sig. Þeir sem veltu því fyrir sér hvað var um Cyclops í X-Men III, svarið leynist í SR. Lois á nú 5 ára gamlan son. Endur koman er samt í raun alveg eins og hvernig hann byrjaði í 78 myndinni. Hann bjargar Lois úr flugvél(the helicopter scene anyone?). Það er rosalega margt í myndinni sem er alveg eins og í þeirri gömlu og að mínu mati er það allt gott og blessað. En það hefði verið gott að fá aðeins meiri frumleika og bæta við nýju eins og ég held að Singerinn geri ef hann fær að gera framhald.
Einnig er Lex en og aftur mættur á svæðið eftir 5 ára fangelsis vist til að gera Suparanum lífið leitt. Mjög töff og öðruvísi byrjunar atriðið með honum.

———————– Spoilers ————————-
Það er nú samt aðeins reynt að tappa á eitthvað nýtt í SR eins og þetta með að Superman eignist son. Ég er nú ekki alveg nóg og fróður til að um það málefni en hvernig er þetta, ég hélt að Sups gæti ekki átt barn allavega ekki í L&C og barnaði hann ekki Losi með anda sínum þegar hann var að deyja í blöðunum(eða er ég að rugla). Líka fyndið að það er aldrei sagt að hann sé sonur hans í myndinni.
Einnig var endirinn á myndinni allt af langur. Persónulega elskaði ég endirinn á LOTR:ROTK en þessi var bara hálf kjánalegur auðvita vitum við að hann er ekki dáinn, allt of langt.
Líka kristalla plottið hans Luthors var vel með farið og mér fannst það ekki kjánalegt. Ég meina þegar það er búið að leggja niður alla austur strönd bandaríkjanna þá hvert á fólkið að fara og yfirvöld gera ekki gert neitt því hann er með alla tækni Kryptons í hendi sér. See the beginning of Superman I. Hinsvegar fannst mér skrítið að Sups gat lift þessu öllu út í geim þrátt fyrir það þetta var gert úr Kryptoníti?
Perry White hefði átt að segja Great shades of Elvis þegar Daily Planet boltinn komi niður. Það hefði verið snilld.
———————– Spoiler end ———————-

Það eru mjög fá en mjög flott action atriði í myndinni t.d. þegar hann var að stoppa bankaránið var algjör snilld svona I am Invonerable to everything atriði þegar hann fær byssu kúluna í augað. Líka þegar hann er að lyfta bílnum það skot tekið beint upp úr coverinu á Action Comics #1. Plane Crashið er líka algjört joy.

Einnig er hægt að líkja SR við Evil Dead 2 kannski frekar skrítinn samlíking en það er hægt að tala um þær báðar sem bæði sem framhalds myndir og endurgerð á myndum sem komu á undan. And they are both very good in their own way.

Ég hef líka aldrei fengið svona mikla gæsahúða á byrjunar credit listanum i neinni mynd fyrir utan kannski í Star Wars. Ég vissi ekki þegar ég sá þessa mynd að það ætti að nota upprunalegu John Williams tónlistina þegar ég sá þessa mynd. Þetta var bara eitthvað svo of töff til að vera til, sama lokkið og tónlist eins og í gömlu Superman byrjuninni.
Einnig sagði Singer að hann myndir ekki gera myndina ef hann gæti ekki notað upprunalega Williams Themið. En er það ekki það eina sem er notað úr gömlu myndinni? Ég man ekki eftir að hafa heyrt Love themið úr gömlu myndinni.
Einnig er myndtakan eins góð eins og hægt er að biðja um.

Líka það að enginn þekkir Clark þegar hann er með gleraugun er frekar retarded en samt þegar maður hugsar út í það er það kannski ekki svo skrítið. Því af hverju ætti einhver að halda að Supermann er líka einhver annar eins og Batman eða Spider-Man sem er báðir með grímur. En Superman er bara Superman og notar ekki grímu.

Brandon Routh stendur sig vel sem Maður Morgundagsins þrátt fyrir að vera mjög líkur Reeves bæði í útliti og framkomu fær mann ekki til að sakna gamla Reeves. Heldu trúir maður því fullkomlega að hann sé kominn til að bjarga okkur öllum.
Því miður get ég ekki sagt það sama um Kate Bosworth. Mér hefur allt fundist það hálf creepy(in a good way) hvað Teri Hatcher (L&C) og Margot Kidder pössuðu fullkomlega í hlutverk hinnar sjálfstæðu Lois Lane. En hún er mjög góð í hlutverkinu en hún er bara ekki fullkominn eins og Routh og Spacey. Það að hún sé einstæð móðir sem hefur unnið Pulitzer verðlaunin er allavega ekki það fyrsta sem maður hugsar þegar maður sér hana.
Ekki er hægt að segja að neitt mikið um Kevin Spacey nema að hann sé augljóslega ,,The best cast man’’ á svæðinu. Hann er bara svo sleazy og illur alveg eins og Hackman. Samt miklu illri og raunverulegri.

Það er heldur ekki hægt að tala um Superman þessa daganna án þessa að nefna ákveðinn sjóræningja sem er að tröllríða öllu hérna um þessar mundir. Enda tók POTC:DMC SR í bossann í sambandi við Box Office business bæði á klakanum og út í heimi. En held ég að hinn ágæti bíófari er búinn að fá nóg af stórum ofurhetju myndum. Enda kemur Sparrow eins og ferskur vindur inn í kvikmynda húsin. Þegar ég fór á frumsýningu á SR var salurinn rétt rúmlega hálf fullur en þegar ég fór á Pirates þurfti ég að kaupa miða í forsölu í þennan sama sal.

Samt sem áður er Superman Returns eitthvað sem allir sannir ofurhetjumynda aðdáendur ættu að sjá og hinn almenni kvikmynda unnandi ætti ekki að verða fyrir vonbrigðum. En ætti samt að vita áður en gengið er í salinn að meiri hluti myndarinnar er ástar saga. Ekki taka þessu of alvarlega.

****/*****
addoo