Já.. frænka mín er líka soldið kölkuð.. Ég var einu sinni í heimsókn hjá henni og ég sit inní stofu og er að bíða eftir því að hún geri sig klára því við vorum að fara í Kringluna. Svo labbar hún inní stofu og segir “Jenný, veistu hvar svarta pilsið mitt er? Ég finn það ekki og ég er búin að leita alls staðar!!” Ég horfi á hana í smástund og segi “Ehm.. ertu ekki í því?” Þannig að já.. hún var í pilsinu sem hún var búin að leita að í um það bil 20 mín.. Kannski ekkert fyndið.. en mér fannst það þá :)