Mbl.is… Hizbollah skæruliðar skutu 125 flugskeytum á borgina Haifa og aðra staði í Norður-Ísrael í dag, tugir manna særðust en ekki hafa borist fregnir af mannfalli. Flugskeyti lentu á bæjunum Acre, Carmiel og Safed. Flugskeytin lentu í Haifa er heimsókn Jan Egeland yfirmanns neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna stóð þar yfir. „Ég kom hingað alveg eins og ég hef heimsótt Líbanon og Gaza til að sjá með eigin augum hvernig óbreyttir borgarar þjást og hvernig að flugskeyti lenda á heimilum fólks,”...