Skjöl, sem lekið var til bresku sjónvarpsstöðvarinnar ITV, virðast stangast á við yfirlýsingar lögreglu um það hvernig það bar til að Brasilíumaðurinn Jean Charles de Menezes var skotinn til bana í Lundúnum í júlí. Opinber rannsókn stendur nú yfir á dauða Menezes en lögreglan taldi hann vera hryðjuverkamann á flótta. Fram kemur á fréttavef BBC, að skjölin bendi til þess að lögreglu hafi tekist að yfirbuga Menezes áður en hann var skotinn átta skotum. Eftirlitsnefnd lögreglunnar, sem fjallar...