Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Ísrael = þriðja ríkið ???

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Arabar hafa um aldir ræktað ólífutré og ýmsar aðrar landbúnaðarafurðir á þessu svæði. Það er rétt að ekki voru eins miklar áveitur áður en Ísraelsmenn komu á þetta svæði og því er stærri hluti þessa svæðis ræktaður nú ef fyrr. Þetta stafar af því að gyðingarnir sem komu þarna höfðu meiri peninga en Arabarnir og eins hefur tækninni einfaldlega fleytt fram á þessum tíma. Það að einhverjir hafi ekki peninga til að nýta land sitt betur en þeir gera réttlætir það ekki að stela landinu af þeim....

Re: Nokkrar staðreyndir um dauðarefsingar í heiminum

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
“Ég bara sé einfaldlega ekki muninn á því að láta mann rotna í fangelsi og að drepa hann! Og hvaða rugl er þetta að láta menn bíða dauðarefsingar í svo árum jafnvel áratugum skiptir! Dómur kveðin upp, fangi fær viku til að kveðja fjölskyldu sína og vini og klára síðan dæmið. Gróft en effektíft.” Það eru sennilega fáar aðferðir en þessi sem eru “effektífari” í að fjölga saklausum mönnum sem eru teknir af lífi. Ástæðan fyrir því að þetta tekur svona langan tíma í Bandaríkjunum er sú að þeir...

Re: Raðgreiðslur

í Fjármál og viðskipti fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Nákvæmlega. Enginn hefur nefnilega enn nefnt ódýrustu leiðina til að eingast hluti. Hún er sú að safna fyrir þeim fyrst. Ef maður getur greitt að láni vegna hlutsins þá getur maður alveg lagt fyrir og keypt síðar, þó ekki væri nema að hluta til, Ef hægt er að greiða hlutinn upp á einu ári þá er einnig gægt að safna fyrir honum á einu ári, jafnvel 11 mánuðum með svipaðri innlögn á reikningin og greiðslur af láninu myndu vera. Einnig má hafa það í huga að á meðan verið er að safna fyrir hlunum...

Re: Ísrael = þriðja ríkið ???

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Það að einhver sé sprengdur í loft upp í Ísraels sannar ekkert um þa hvort Arafat eða PLO eigi þar hlut að máli. Mér skilst nú að flestr Íslendingar sem hafa farið þarna og kynnast ástandinu beggja vegna að eigin raun fyllist fyrst og fremst viðbjóði á framferði Ísraelsmanna. Reyndar er það svo að ef menn halda sig bara í Ísrael þá sjá menn bara aðra hliðina á málinu. Menn sjá þá aðeins morð Palestínumanna en ekki þau þrisvar sinnum fleiri morð sem Ísraelsmenn hafa verið að fremja á Palestínumönnum.

Re: Ísrael = þriðja ríkið ???

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Það er ekki verið að tala um að drepa alla gyðinga eða reka þá í burtu. Málið snýst um það að Ísrael skili Pelastínumönnum sínu landi og þeir Ísraelsmenn sem þar búa verða þá að velja milli þess að vera um kyrrt og búa í Palestínu eða flytjast til þeirra landsvæða sem tilheyra Ísrael.

Re: Ísrael = þriðja ríkið ???

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Bandaríkjamenn hafa aldrei verið hlutlausir þegar kemur að deilu Ísraela og Palestínumanna þannig að það verður að taka því með mikilli varúð sem frá þeim kemur í þessu efni. Það er einnig varhugavert að taka of alvarlega það sem handteknir hryðjuverkamenn segja um það frá hverjum þeir hafi fengið fyrirmæli sín. Þar kemur ýmislegt til. Í fyrsta lagi má telja líklegt að þeir vilji hlífa sínum raunverulega foringja með því að bendla annan við ódæðið. Í öðru lagi má telja líklegt að þeir telji...

Re: Ísrael = þriðja ríkið ???

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Hvernig væri að þú færir í sögubækurnar og læsir um blóðuga fortíð Sharons, slátrarans frá Sabra og Shatilla.

Re: Ísrael = þriðja ríkið ???

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Hvaðan hefur þú upplýsingar um að Arafat hafi verið yfirmaður Svarta september? Er það kanski frá sömu aðilum og halda því fram að hann stjónri Hamas í dag. Ég var kominn til vits og ára þegar Svarti september var og hét. Frægasta ódæði þeirra var að ræna og myrða flesta íþróttamenn Ísraela á ólympíuleikunum í Munhén árið 1972. Ég man hins vegar ekki eftir því að Arafat hafi verið talin til yfirmanna þeirra samtaka. Þó hann sé yfirmaður PLO þá ber hann ekki ábyrgð á klofningshópum úr þeim samtökum.

Re: Ísrael = þriðja ríkið ???

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
“”einfaldlega verið að segja að Ísraelar eru verri ein þeir(nasistar) ef frá eru taldar útrýmingabúðirnar“ Ertu ekki í lagi ? Ég bara spyr, því ég hef sjaldan heyrt fáránlegra, þessi setning gengur bara ekki upp. Eyði ekki fleiri orðum í menn með svona málflutning.” Sannleikurinn er hverjum sárreiðastur. Ég er ekki sá fyrsti sem hef sagt þetta. Þetta hafa erlendir stjórnmálamenn sagt. Þessi fullyriðng hefur komið fram í fjölmiðlum og einnig mótmæli Ísraelsmanna, sem heimtuðu meðal annars að...

Re: Ísrael = þriðja ríkið ???

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Hvaða fjöldamorðum ber Arafat ábyrgð á? Sharon ber beina ábyrgð á fjöldamorðunum í Líbanon, hann fékk aðeins kristna falangista til að fremja þau fyrir sig af því að þatta var of gróft til að Ísraelar gætu gert það sjálfir. Hann lét herinn með skriðdrekum umkryngja flóttamannabúðirnar með fyrirkipun um að hleypa engum þaðan út, ekki einu sinni konum og börnum, á meðan hann hleypti óðum byssubófum inn í búðirnar. Þessu ástandi hélt hann við í þrjá daga og tvær nætur og flóðlýsti búiðrnar á...

Re: Raðgreiðslur

í Fjármál og viðskipti fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Flest lán eru greidd upp með reglulegum greiðslum á lánstímanum enda er það hagkvæmasta lausnin fyrir lántaka vegna þess að innlánsvextir eru lægri en útlánsvextir. Þannig eru lífeyrissjóðslán greidd og ekki stendur annað til boða hvað þau varðar. Lágmarkslánstími lána hjá LSR og LVR eru fimm ár og hámarkstími milli greiðslna er eitt ár. Það er reyndar hægt að taka slíkt lán með greiðslu einu sinni á ári og greiða síðan lánið upp þegar með fyrstu afborgun eins og þú nefndir í þínu dæmi....

Re: Ísrael = þriðja ríkið ???

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
“Þetta er óskmekklegt með fánann og þessi samlíking er þvæla en því miður að verða klisja hjá mörgum sem segja; “Þeir eru bara ekkert betri en nazistarnir” Rosalega djúp hugsun þarna eða hitt og heldur.” Þarna er bara verið að bera saman tvö grimm og miskunnarlaus hernámsveldi. Ástæðan fyrir því að verið er að miða við Nasista er sú að Íslendingar vita talsvert um grimmd þeirra og einfaldlega verið að segja að Ísraelar séu verri en þeir ef frá eru taldar útrýningarbúðir þeirra. Það væri...

Re: Ísrael = þriðja ríkið ???

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
““Það að nafn á þetta arabaríki hafi ekki komið til fyrr en síðar breytir því ekki það það stóð til þegar árið 1948 að stofna það.” Stóð til hjá hverjum? Skriffinskublókum í Gstad?” Þetta var samþykkt Sameinuðuþjóanna og var alveg jafngild ákvörðuninni um að stofna Ísraelsríki. ““Einnig er það eðlileg krafa að Ísraelsmenn greiði Palestínumönnum stríðsskaðabætur fyrir 36 til 55 ára hernám ” Sjálfsagt. Svo framarlega sem hver og einn sem þiggur slíkar bætur geti sýnt framá að um hernám hafi...

Re: Raðgreiðslur

í Fjármál og viðskipti fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Hvernig væri nú að reikna dæmið til enda. Ef við hugsum okkur mann sem vantar tölvu sem kostar 150.000 kr. og hann á ekkert upp í það þá þarf hann að taka örlítið hærra lán til að eiga 150.000 kr. eftir. Svona lítur það dæmi út. Lánsfjáðhæð 157.128 Stimpilgjald -2.357 Lántökugjald -1.571 Veðbókavottorð -800 Þynglýsing skuldaréfs -1.200 Þynglýsing veðleyfis -1.200 Eftir stendur 150.000 Nú skulum við gefa okkur að þetta sé lán frá LSR með 5,43% vöxtum og verðbólgan sé 2,2%. Vextirnir eru...

Re: Ísrael = þriðja ríkið ???

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
“Skildu þetta: það voru engir ”palestínumenn“ árið 1948 til að stofna ríki.” Ég skil þetta alveg. En þú virðist ekki skilja það að nafnið skiptir ekki máli. Samþykktin snérist um að það ætti að stofna tvö ríki, ríki gyðinga og ríki araba. Það að nafn á þetta arabaríki hafi ekki komið til fyrr en síðar breytir því ekki það það stóð til þegar árið 1948 að stofna það. Málið er það að gyðingum var úthlutað 52% landsins þó þeir væru aðeins þriðjungur íbúanna. Þeim varð því úthlutað mun stærri...

Re: Raðgreiðslur

í Fjármál og viðskipti fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Þarna gleymir þú nokkrum þáttum. Í fyrsta lagi er hægt að fá yfirdráttarlán með lægri vöxtum en 15%. Yfirdráttarvextir hjá Netbankanum eru á bilinu 10.95% til 13,75% og á bilinu 10,98% til 13,80% hjá S24. Í öðru lagi eru lífeyrissjóðslán verðtryggð en ekki yfirdráttarlán. Það gerir 2-3% í viðbót. Í þriðja lagi þarf að greiða greiðslugjald (seðilgjald) í hvert skipti sem greitt er af lífeyrissjóðsláni. Þegar um lága upphæð er að ræða til tölvukaupa þá munar um þetta. Algengt er að...

Re: Ísrael = þriðja ríkið ???

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
“Fáum það á hreint að Palestína hefur aldrei verið ríki, né stóð slíkt ríki til fyrir árið 1993.” Samþykkt Sameinuðu þjóðanna frá 1948 var um stofnun tveggja ríkja. Stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna stóð því til þegar árið 1948. Það hefur bara ekki verið staðið við það ennþá. Það má vel vera að það sé að einhverju leiti Egyptum, Jórdönum, Sýrlendingum og Líbönum að kenna en aðalsökin er Ísraelsmanna þar sem þeir hafa hernumið það land sem ætlað var Palestínumönnum og þannig staðið í...

Re: Ísrael = þriðja ríkið ???

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
“Merkilegt nokk að flestir sem bjuggu á þessu svæði yfir höfuð árið 1948 voru aðfluttir. Meira að segja Arafat sjálfur er Egypti. Bæði tyrkneskt manntal frá 19. öld og frásagnir breskra hermanna frá fyrri heimsstyrjöld segja að fyrir utan Jerúsalem hafi verið sáralítið um mannlíf á palestínusvæðinu.” Það má vel vera að fáir hafi átt heima þarna fram að fyrri heimstyrjöldinni, en þeir voru að mestu leyti arabar og gyðingar í miklum minnihluta. Það má vel vera að þetta land sé í raun réttmæt...

Re: Ísrael = þriðja ríkið ???

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
“Ótrúlegt hvað margir eru staurblindir á þessa hryðjuverkamúslima - alveg sama þótt þeir framkvæmi aftur og aftur viðbjóðslegar sjálfsmorðsárásir, blekki börn sín til að verða vélbyssufóður og fórna þeim miskunnarlaust á altari demonsins Allah og Múhameðs spámanns.” Jahá!! Semsagt, þegar hnefi Palestínumanns lendir í andliti Ísraelsmanns þá er Palestínumaðurinn að kýla Ísraelsmannin en þegar hnefi Ísraelsmanns lendir í andliti Palestínumanns þá er Palestínumaðurinn að skalla hnefa...

Re: Ísrael = þriðja ríkið ???

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Flestir gyðingar sem bjuggu á þessu svæði árið 1948 voru aðfluttir. Þetta land tilheyrði því ekki þeim. Stofnun Ísraelsríkis var ákvörðun sem tekin var í kjölfar helfararinnar og létu menn sektarkendina vegna hennar blinda sér sýn . Stofnun Ísraelsríkis var óréttlætanleg og myndi aldrei koma til greina í dag. Þessu landi var því stolið af aröbum og það er ástæðan fyrir því að enn eru margir arabar þeirrar skoðunar að þeim beri að fá þetta land aftur. Þeir hafa mikið til síns máls, en þar sem...

Re: Ísrael = þriðja ríkið ???

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Það voru Sameinuðu þjóðirnar sem ákváðu að stofna skildi tvö ríki annað fyrir gyðinga og hitt fyrir Palestínumenn. Það voru gyðingar sem þrýstu á um það og þetta var gert gegn vilja Palestínumanna þannig að þeir eru ekki sökudólgarnir í þessu efni. Síðan hafa efndirnar aðeins verið á annan vegin þannig að aðeins er búið að stofna ríki gyðinga en ekki Palestínumanna. Það er ekki svo að Palestínumenn séu að krefjast sjálfstæðis frá Ísrael vegna þess að Palestína er ekki hluti Ísraels heldur...

Re: Ísrael = þriðja ríkið ???

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Það er nú þannig í öllu að menn verða að taka hlutina í réttri röð. Fyrst þurfa Palestínumenn að losna við hernámsliðið og fá sjálfstæði. Síðan geta þeir farið að útbúa stjórnarskrá landsins. Meðan landið er hernumið og ekkert fararsnið á hernámsliðinu er tómt mál að tala um hvernig þjóðfélag menn vilja byggja upp. Það er ekkert sem gefur það til kinna að mannréttindi verði verr virt í sjálfstæðu ríki Palestínu heldur en í Ísrael. Fullyrðingar um það eru aðeins áróður til að réttlæta kúgun...

Re: Ísrael = þriðja ríkið ???

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Hvað af þessu er óstaðfest? Að hryðjuverkasamtök gyðinga hafi framið mörg fjöldamorð rétt fyrir stofnun Ísraelsríkis til að lækka hlutfall Palestínumanna á því landsvæði sem til stóð að þeir fengju og fengu svo? Eru kannski fjöldamorðin í Deir Jassin óstaðfest? Ég skal reyndar viðurkenna að það hefur ekki verið sannað upp á Begin að hann hafi staðið fyrir þeim en hann var einn af foringjum þeirra hryðjuverkasamtaka sem frömdu þau og hann gerði tilraun til þess í ævisögu sinni að réttlæta...

Re: Ísrael = þriðja ríkið ???

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
“Ísrael er þegar ríki sem viðurkennir réttindi einstaklingsins í sinni stjórnarskrá. Leiðtogar palestínumanna ættu að vera að berjast fyrir þeim réttindum en ekki að berjast fyrir að losna undan stjórnarskrá sem tryggir þeim réttindi.” Í fyrsta lagi þá njóta Palestínumenn á herteknu svæðunum engra mannréttinda: Ísrael er eitthvert grimmasta og miskunnarlausasta hernámsveldi seinni tíma. Meira að segja nasistar voru skárri við aðra íbúa hernámssvæða sinna en gyðinga og sígauna. Innan Ísraels...

Re: Ísrael = þriðja ríkið ???

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
“Þegar Ísraelsher hefur verið að gera þessar flugskeytaárásir sem almennir borgarar hafa fallið í þá hefur aðalskotmarkið yfirleitt verið einhver foringi í Hamas-hreyfingunni, það er auðvitað spurning um hvort þeir ættu ekki að breyta um taktík þar til að minnka fall almennra borgara.” Í fyrsta lagi þá hafa milli tvö og þrjú þúsund Palestínumenn fallið fyrir hendi Ísraelsmanna og aðeins lítill hluti þeirra fallið í árásum þar sem sagt var að aðalskotmarkið væru foringjar í Hamas...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok