Tja, Friðfinnur, ef maður á að líta á nýlegt og vinsælt dæmi þar sem myndavélin var oftast á hreyfingu og oft handheld, get ég nefnt Lord of the Rings trilógíuna. Það þarf ekkert endilega að sjást að þetta sé handheld… ef maður er ekki skjálfhentur, er kannski krjúpandi og passar sig, þá eykur smá hreyfing á innlifunina frekar en dregur úr henni… en oftast ekki, og ég get svo sannarlega séð hvað þú átt við. Hefur mér oftast fundist svona 100% still myndataka fremur leiðinleg, en það er bara ég. :)