Butterfly Effect, The Um myndina

Titill: The Butterfly Effect
Aðalhlutverk: Ashton Kutcher, Amy Smart, Eric Stoltz
Leikstjóri: Eric Bress
Sýningartími: Frumsýnd 19.mars
Tagline: Change one thing change everything


Fyrsta grein mín hér á huga.is, vona að ykkur líki(ég hafði sent hana áður en henni var neitað sem betur fer, :) en nú er ég búinn að breyta og bæta og vonandi tekst betur til :)).


The Butterfly Effect

Já ég verð nú bara að segja að þessi mynd er alveg tær snilld,
hún sannar eindreigið að Ashton getur ekki bara leikið í grínmyndum, um gaurinn með týnda bílinn,
heldur getur hann klárlega leikið í spennutryllum og sannar það með The Butterfly Effect.
Klippingin á myndini var ekki að verri endanum. Leikaravalið er líka til fyrirmyndar,

*WARNING* ÞESSI RESTIN MUN INNIHALDA SPOILERA, ÞANNIG AÐ EKKI LESA MEIRA(nema þið viljið). *WARNING*

Myndin fjallar um Evan(Kutcher) sem hafði heldur erfiða æsku. En hann þjáðist að heldur einkennilegu minnisleysi/“hæfileika”, sem hann erfði frá geðveikum föður sínum, sem lýsir sér þannig að ef hann les úr dagbókum sínum þá getur hann ferðast aftur í tíman og á þann stað og tíma þar sem hún var skrifuð.

Með þessu reynir hann að breyta framtíðinni fyrir sig og vini sina en í hvert sinn sem hann breytir einhverju þá rústar hann eitthverju. Og því finnst mér tagline-ið passa alveg frábærlega vel við



Ég vildi að ég gæti skrifað meira en vill ekki segja frá öllu, aftur vill ég benda öllum á að fara á þessa mynd.


***+/*****