Gagnrýni: Groundhog Day: Collector's Edition (R2) Útgefandi: Columbia Tri-Star Home Video
Útgáfudagur: 18. febrúar, 2002.
Svæði 2, PAL

Groundhog Day: Collector’s Edition

Inniheldur:
Breiðtjaldsformið 1:1.85 og er endurkóðuð fyrir breiðtjaldssjónvörp,
enska, franska, þýska, ítalska og spænska 2.0 Dolby Digital Surround hljóðrás,
enskan, franskan*, þýskan*, ítalskan*, spænskan*, hollenskan*, pólskan, tékkneskan,
ungverskan, Hindi, tyrkneskan, arabskan, búlgarskan, danskan, sænskan, finnskan,
íslenskan, norskan, portúgalskan, grískan, hebreskan og króatískan texta,
umtal með leikstjóra myndarinnar, Harold Ramis,
gerð myndarinnar, “The Weight of Time”,
kvikmyndahúsasýnishorn úr “Groundhog Day”, “Ghostbusters” og “Multiplicity”
og kvikmyndaferlar aðalleikaranna og leikstjórans.
* einnig fyrir aukaefnið, umtalið, heimildarmyndina og sýnishornin.

Kvikmyndin:

Bill Murray leikur Phil Connors, sjálfselskan veðurfréttamann, sem fer til Punxsutawney í Pennsylvania til þess að fjalla um Múrmeldýrsdaginn. Þetta er fjórða skiptið sem hann hefur gert þetta og honum er meinilla við það. Sjálfur Múrmeldýrsdagurinn kemur og á leiðinni til baka þá er stormur sem stöðvar ferð þeirra, svo Phil þarf að vera annan dag í viðbót í Punxsutawney sem bætir gráu ofaná svart.

Morguninn eftir vaknar Phil til mikillar undrunar virðist vera að hann sé að endurupplifa gærdaginn; sem hann á eftir að gera aftur og aftur. Hann er sá eini sem veit það.

Það eru margir sem segja að breytingarnar á Phil í myndinni eru of stórar milli sena. Maður missir hálfgert tímaskynið á myndinni. Maður finnst sem maður er að sjá þetta dag eftir dag, þegar í rauninni þetta er kannski mánaðar-eða árabil milli sena. Leikstjórinn segist Phil hafa endurupplifað sama daginn í rúm 10 ár. Við sjáum hins vegar rétt yfir 30 daga.

Þetta er mynd sem maður getur horft á aftur og aftur. Hún hefur elst mjög vel.
Bill Murray fer á kostum og ekki má gleyma Stephen Tobolowsky sem Ned Ryerson.
Stjörnugjöf: *** af **** mögulegum.

Myndin:

Myndgæðin eru fín. Það sjást flekkir og rákar hér og þar í myndinni en ekkert of áberandi. Sem er þó skyljanlegt vegna þess að hún er meira en 10 ára gömul. Lítið um Edge Enhancement sem er áberandi. Byrjunin lítur skringilega út, litbrigði himinsins virðist vera breytilegur. Fyrir utan þessa smávægilegu galla þá lítur hún vel út.
Stjörnugjöf: *** af **** mögulegum.

Hljóðið:

Það eina sem við fáum er 2.0 DD Suround hljóðrás. Hún hæfir myndinni alveg ágætlega, tónlistin og umhverfishljóð fá smá upplyftingu í bakhátölörunum. Ég get eiginlega ekkert sagt neitt slæmt um þessa hljóðrás.
Frekar fyndið að hlusta á hinar hljóðrásirnar, að heyra hversu dýpri rödd Phil hefur í talsettningunum miðað við upprunalegu ensku hljóðrásina.
Stjörnugjöf: *** af **** mögulegum.

Aukaefnið:

Það sem við fáum er umtal frá leikstjóranum sem hefur þónokkuð að segja um gerð myndarinnar. Þetta er ágætt umtal, maður heyrir að honum þykir vænt um myndina. Samt þónokkuð þögnum í umtalinu.
Einnig um það bil hálftíma gerð myndarinnar. Þetta eru nýlega tekin viðtöl við leikstjórann, framleiðendur, rithöfundinn og aukaleikara myndarinnar. Við fáum að vita þónokkuð mikið og þetta er ekki ein af þessum heimildarmyndum, þar sem allir eru að klóra bakið á hvorum öðrum. Það sem ég vildi fá meira af var upptökur af Bill Murray við tökur á myndinni. Vegna þess að það Bill Murray var ekki meðal viðtalenda.
Svo til að klára pakkann, eru 3 sýnishorn úr “Groundhog Day”, “Ghostbusters” og “Multiplicity”. Þetta voru ágæt sýnishorn, fyrir utan kannski “Ghostbusters”. Annars sýndu þeir allt of mikið að mínu mati í sýnishorninu úr “Groundhog Day”.
Stjörnugjöf: ** af **** mögulegum.

Hulstrið:

Mér finnst ekkert varið í hulstrið, Ágæt hugmynd að hafa Bill Murray fastan inní klukku en þessi klukka kemur myndinni ekkert við. Og Andie MacDowell í horninu er bara fáránlegt. Þetta er frekar ómerkilegt hulstur, miðað við hversu áhugaverð myndin í raun er.
Stjörnugjöf: *1/2 af **** mögulegum.

Í heildina: *** af **** mögulegum.

Í heildinna litið er þetta góð útgáfa af Groundhog Day á R2. Þótt svo að R1 fékk lítilega betrumbætt myndgæði og uppfærða 5.1 DD hljóðrás.
Abstract expressionism is so mid-to-late eighties.