Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

rufus
rufus Notandi frá fornöld 40 stig

Re: Kvörtunarbréf til Sveppa í 70 mín

í Gæludýr fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Hvaða álit hafið þið sem fordæmið þennan glæp á hvalveiðum Íslendinga?

Re: Hugbúnaðarfyrirtæki með metnað?

í Forritun fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Samkvæmt mbl og http://slash.nord.is er Trackwell að gera mjög góða hluti. Veit einhver meira um þetta fyrirtæki. Þeir virðast vera að massa mobile lausn sem vekur mikla athygli

Re: Hryðjuverk í USA!

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Það er einn á spjallinu á tilveran.is sem er úti í NY og setur inn þar fréttir jafn óðum

Re: .is - í vinnslu....

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 10 mánuðum
hehe gott dæmi um þetta er í linkabútnum hér í þessum flokk. www.joib.com. Meiraðsegja flass og fínerí sem tilkynnir að vefurinn sé í vinnslu…. síðan eru 3 linkar þarna inni eða eitthvað

Re: Viskí Reykjavíkur

í Djammið fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Þó að Maxims sé flottasta viskíbúllan á skerinu og ég hafi farið þangað oftar en einusinni bara til að fá mér viskí þá eru einstaka staðir sem bjóða upp á single malt skota sem er náttúrulega það eina sem maður á að láta ofan í sig. Þá mæli ég sérstaklega með Vegamótum sem selja bæði Laphroag og Highland Park. Prikið selur líka þessar sömu tvær perlur viskíflórunnar. Laphroag er að vísu ekki fyrir alla og er hálfgert love/hate viskí. Ef þú fílar það þá segir þú þig úr þjóðkirkjunni en annars...

Re: Íslenskt sull

í Djammið fyrir 23 árum
ah shit átti að vera svar við Spegils þræði, ekki nýr póstur… Well svona fer þegar maður er að sötra á föstudegi og browsa huga. Netið og Bjór don´t mix ;)

Re: Ríkið í Mosfellsbæ er opið lengur!!!

í Djammið fyrir 23 árum
Væri ekki hægt að díla við þessa mosfellsbæinga að senda okkur bús í pósti utan af landi ;) Líklega fljótlegra en að ferðast þangað

Re: Mallið

í Djammið fyrir 23 árum
Vodka og ABMjólk gengur vel sem morgunmatur í Eyjum

Re: Fullkomið (og ódýrt) djamm?

í Djammið fyrir 23 árum
Það er algjör snilli að fara upp í heiðmörk með kassa af bjór og lambakjöt á grillið á góðum degi í góðra vina hóp. Sumarbústaðaferðirnar eru líka skemmtilegar en kosta oftast smá aur.

Re: Ríkið í Mosfellsbæ er opið lengur!!!

í Djammið fyrir 23 árum
Það er bara vegna þess að Íslendingar eru svo hrifnir af frelsi og einkavæðingu. Það vantar alveg genið í okkur sem segir okkur að spyrna við fótum og mótmæla verðhækkunum. Okkur dettur það ekki í hug ef við þurfum að drattast úr notalega sófanum okkar við sjónvarpið. Ég held þó að vínsalan myndi dreifast í magn- og sérverslanir. Hægt væri að kaupa Bónus Bjór og eitthvað sull í mörkuðum. “Yfirstéttarbúiðirnar” (Face it Baugur er farinn að flokka þetta svona) myndu síðan selja innfluttan bjór...

Re: Djamm undirbúningurinn

í Djammið fyrir 23 árum, 1 mánuði
Það jafnast ekkert á við það að spila góðan t-lvuleik á föstudags eftirmiðdegi á vinnu Laninu og sötra ómælt magn af bjór á meðan. Mæli tvímælalaust með því

Re: Re:

í Djammið fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Gin er eins og kaffi, þú verður að hafa drukkið nokkuð mikið af því til að greina gæði sullsins í sundur. Ég treysti mér fullkomlega í að gera greinamun á annarsvegar eðalveigunum Tanqyeray og Bombay og hinsvegar Beefeater sullinu. Mæli líka með því að fólk lesi sögu gins á www.andansmenn.com, hressir alltaf í partýi með ginbrjálæðingum… Við þyrftum líka að stofna stéttarfélag Martini-sötrara sem myndi krefjast þess að barþjónar færu í kvöldskóla, annars myndum við sleppa að djamma heila helgi…;)

Re: Mótmæli!!!

í Deiglan fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Hvaða aumingjaskapur er þetta. …síðan hvenær eru kuldaskræfur farnar að stjórna mótmælum. Ef það er ekki meiri hugur á bakvið þetta þá getum við alveg eins sleppt þessu. Við erum orðin svo nauðbeigð undir hentistefnu ríkisstjórnarinnar að við kunnum ekki að mótmæla lengur. Öll alvöru mótmæli fara fram niðri í bæ fyrir framan alþingi. Þaðan væri síðan hægt að marsera upp í stef og öskra aðeins á liðið þar. Við erum nógu mörg til að sýna tennurnar og fá okkar mál í gegn. Sjálfstæðisflokkurinn...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok