Sæll, Vissulega er háskerinn í samkeppni við aðra - þ.e. við aðra hárskera, aðila með sömu réttindi og hann. Hárskerinn er ekki í samkeppni við þá sem ekki hafa réttindi til að starfrækja hársnyrtistofur, og það einfaldlega af því að viðkomandi aðilar hafa ekki þau réttindi sem þarf til að geta veitt honum samkeppni. Íslenskir ríkisborgarar eru að sama skapi í samkeppni við aðra íslenska ríkisborgara, þ.e. þá sem hafa á að skipa sömu réttindum og þeir. Þeir eru ekki, og eiga ekki að vera, í...