Sennilega hafa flestir heyrt hugtakið “landráð” nefnt, en hvað nákvæmlega eru landráð? Hin almenna skilgreining á hugtakinu er í það minnsta eftirfarandi skv. Encarta Encyclopedia í þýðingu greinarhöfundar:

“Landráð, glæpsamlegt athæfi sem felur í sér opinbera tilraun til að steypa af stóli ríkistjórninni sem lögbrjóturinn hefur heitið hollustu eða að svíkja ríkið í hendur erlends valds.”

Þarna kemur fram í aðalatriðum hvað um er að ræða. Tíundi kafli Almennra hegningalaga nr. 19/1940 fjallar um það hvað flokkist sem landráð skv. íslenskum lögum. Þar segir m.a.:

“86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, … að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.”

"88. gr. Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki … hlutist til um málefni þess [íslenska ríkisins] … skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Ef brot þykir mjög smávægilegt, má beita sektarhegningu."

Hvað skyldu Evrópusinnar vera að gera annað en að vinna að því að erlent ríki (ríkjasamband) hlutist til um málefni íslenska ríkisins og fái yfirráð yfir því? Spurning ekki satt…

Kveðja,

Hjörtur

www.isbjorninn.cjb.net
Með kveðju,