Alveg rétt, svo sannarlega. Ef þú fílar góðar og vel skrifaðar spennubækur með góðu plotti, þá mæli ég með Alistair MacLean sem mér finnst virkilega skemmtilegur. Besta bókin hans heitir Á valdi óttans, síðan er Spyrjum að leikslokum líka frábær. Einnig er Desmond Bagley skemmtilegur, sérstaklega Gullkjölurinn. Af nútíma spennubókahöfundum eru David Baldacci og Jack Higgins magnaðir.