Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

pixman
pixman Notandi frá fornöld 62 stig
Áhugamál: Veiði, Ljósmyndun
piX :)

Canon EF 70-200 f2,8L til sölu !! (9 álit)

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Er að selja notaða <b>Canon EF 70-200 f2,8L</b> (hvít linsa.) Frábær linsa í fínu standi. Fæst á 80 þúsund. Sendið skilaboð á huga. pixman <br><br>piX :)

Til sölu Canon D 30 !!! (1 álit)

í Ljósmyndun fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Er að selja Canon D 30. Ný yfirfarin hjá Badda í BECO með nýjum lokara. Vel með farin að öllu leiti. Uppl. á pixman@hugi.is<br><br>piX :)

Ný Canon Super Pro Digital !! (1 álit)

í Ljósmyndun fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Jæja, það hefur loksins lekið út hvað Canon ætlar að kynna á Photokina. Ný 11 megapixla Canon Eos 1 Ds !!!!!! Meiri uppl. á www.robgalbraith.com p.s. á sennilega eftir að kosta 7 stafa tölu.

Allt annað umræðuefni! (49 álit)

í Half-Life fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Sælt sé fólkið! Datt í hug að senda inn nokkrar línur um eitthvað allt annað, ætlað friðarsinnunum í CS menningu Íslands, sem nenna ekki að munnhöggvast alla daga en hafa þeim mun meira gaman af því að drepa hvorn annan á vígvelli internetsins. Þegar spilað er á public er fátt sem getur farið verr með mann góð AWP skytta sem situr á spawn og drepur allt sem nálgast. Eins og allir miðlungs(og neðar)(c´est moi) spilarar vita getur þetta gert hvern þann mann gráhærðan sem reynir að nálgast þá....

Hún er frábær!!!! (10 álit)

í Tolkien fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég sá LOTR áðan!!! Kvikmyndaeftirlitið var að skoða hana í Laugarásbíói, ótextaða án hlés. 2klst og 52 mín. En hún er hverrar mínútu virði. Ég las bókina fyrir ca 10 árum síðan þannig að ég man ekki öll atriðin úr sögunni en myndin kveikti minningarnar allar aftur! Ótrúlegar tæknibrellur, grafíkin er sú besta sem ég hef séð hingað til í bíó! Three thumbs up!!!<br><br>piX :)

Síðasta sýningarhelgi!! (2 álit)

í Ljósmyndun fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Jæja gott fólk. Ef þið eruð ekki nú þegar búin að sjá ljósmyndasýninguna “Reykjavík samtímans” í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, þá hafið þið séns þessa helgi til að bæta úr því. Þarna er allt fullt af flottum myndum og fínum hugmyndum sem hægt er að sækja sér hvatningu úr. p.s. Aðgangur er ókeypis.

Óvönduð könnun ! (0 álit)

í Ljósmyndun fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Mér finnst þessi könnun sem núna er í gangi mjög óvönduð! Ástæður: 1. Ljósmyndarar njóta ekki allir sömu merkinga.( Ragnar er merktur RAX í sviga meðan ljósmyndarar eins og Emilía (EBB) og Kjartan (Golli) eru ekki með merkingar sínar og engin þekkir þau undir fullum nöfnum. 2. Kristinn er Ingvarsson en ekki Þorbjörnsson. Annars er ég sammála flestum hérna að RAX sé lang bestur á Mogganum en það er samt alltílagi að hafa hin nöfnin rétt. :) piX

Martraðarmánuðir! (4 álit)

í Ljósmyndun fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Kæru ljósmyndarar. Nú ganga í garð mestu martraðarmánuðir íslenskra ljósmyndara. Það birtir seint og rökkvar snemma. Þegar verst lætur í desember og janúar, þegar enginn snjór er á jörðu, eru örfáir klukkutímar á dag sem búa yfir nægu birtumagni til að mynda utanhús án hjálparljóss. En ekkert þýðir að leggjast til svefns og leggja kamerunni fram á vor. Þennan tíma á að nota í myrkraherberginu til að kópera þær myndir sem sátu á hakanum í allt sumar. Einnig er núna kjörið tækifæri til að æfa...

Á hvað myndarðu helst? (0 álit)

í Ljósmyndun fyrir 22 árum, 5 mánuðum

Ljósmyndasýning um helgina (3 álit)

í Ljósmyndun fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Fyrir áhugasama þá opnar skemmtileg ljósmyndasýning næstkomandi laugardag í Ljósmyndasafni Reykjavíkur við Hafnarstræti. Þetta er samsýning á annan tug ljósmyndara, nefnist “Reykjavík samtímans” og er sett upp að tilefni 20 ára afmæli safnsins. Ég skora á sem flesta að kýkja við á þessa sýningu og gaman væri að heyra hérna á Huga hvaða álit fólk hefur á þeim verkum sem þarna verða. pix
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok