Allt annað umræðuefni! Sælt sé fólkið!

Datt í hug að senda inn nokkrar línur um eitthvað allt annað, ætlað friðarsinnunum í CS menningu Íslands, sem nenna ekki að munnhöggvast alla daga en hafa þeim mun meira gaman af því að drepa hvorn annan á vígvelli internetsins.
Þegar spilað er á public er fátt sem getur farið verr með mann góð AWP skytta sem situr á spawn og drepur allt sem nálgast. Eins og allir miðlungs(og neðar)(c´est moi) spilarar vita getur þetta gert hvern þann mann gráhærðan sem reynir að nálgast þá.
En þá að efni greinarinnar. Ég var staddur á sænskri herstöð í Kosovo í vor í vinnuerindum. Þetta var mikil og skemmtileg lífsreynsla. Á þeim tíma var ég ekki byrjaður að spila CS og hafði því takmarkaða þekkingu á vopnum sem notuð eru í hernaði. Ég fékk hinsvegar að handfjatla alls kyns verkfæri og tók myndir af hermönnum að sýna mér þessi vopn. Meðal vopna sem ég handfjatlaði þarna og eru einnig notuð í CS voru Para, AWP, Glock og MP4. Einning sá ég þarna sniperriffil sem lætur AWP líta út eins og skotlausan Scout!!! Ekki man ég hvað græjan heitir en það er mynd af henni hér með greininni, en lýsingar hermannanna voru á þá leið að "með réttu skotunum væri hægt að skjóta mann í kevlar vesti inn í brynvörðum skryðdreka á 400 metra færi og kúlan færi í gegnum bæði manninn og skryðdrekann!
Ef þetta ofurvopn yrði sett upp í CS þá þyrftu spilarar með wallhack aldrei að yfirgefa sitt eigið Spawn hvort sem þeir ættu að sækja eða verjast, þeir næðu yfir allt helv. borið með einu svona skoti. Það er kannski ágætt að AWP er það öflugasta sem hægt er að fá í CS.
kveðja
pix
piX :)