Kæru ljósmyndarar.
Nú ganga í garð mestu martraðarmánuðir íslenskra ljósmyndara. Það birtir seint og rökkvar snemma. Þegar verst lætur í desember og janúar, þegar enginn snjór er á jörðu, eru örfáir klukkutímar á dag sem búa yfir nægu birtumagni til að mynda utanhús án hjálparljóss. En ekkert þýðir að leggjast til svefns og leggja kamerunni fram á vor. Þennan tíma á að nota í myrkraherberginu til að kópera þær myndir sem sátu á hakanum í allt sumar. Einnig er núna kjörið tækifæri til að æfa sig á “hraðar” filmur (400+ asa), æfa sig á að halda vélinni kjurri á lokarahraða 1/30 - 1/8 án þess að myndin verði hreyfð og að lokum er þetta frábær tími til að læra á öll önnur ljós en sólarljósið. Þ.e. að skoða hvernig ólík ljós eru í rauninni á litin!! (flúorljós, peruljós, neonljós o.s.frv) og hvernig þau koma út á filmu.

Gleðinlegan myndavetur!! :p

pix
piX :)