Sæl öllsömul. Ég heiti Pedro og ég er tónlistarmaður frá Brasilíu, en ég hef mikinn áhuga á evrópskri tónlist, þar á meðal íslenskri tónlist. Á æskuárum mínum hafði ég mikið gaman af því að horfa á íslensku sjónvarpsþættina "Latibær" (eða á ensku, "LazyTown") og ég hlustaði á nokkrar íslenskar hljómsveitir þá, til dæmis: Mezzoforte og Sigur Rós. Mér líkaði mjög vel við íslenska menningu þannig séð, en ég vissi nánast ekkert um Ísland samt. En, þegar ég varð unglingur, leitaði ég að...