Nýja platan mín "Pedro Hill" kom út á öllum streymisveitunum í dag. Þetta er fjórða platan mín, þar sem aðalþemað er mikilvægi tónlistarinnar. Þess vegna kalla ég plötuna "óður til tónlistarinnar". Flest lög sem eru á plötunni eru glæný og eru innblásin af stílum sem ég hafði ekki prófað áður, auk þess að nota ný hljóðfæri sem voru ekki í gömlu lögunum mínum. Hvert lag fjallar um eitthvað tiltekið varðandi þema plötunnar: "It's Raining Music" er um það hvernig tónlistin getur glatt okkur og veita okkur nýja upplifun og tækifæri, "Dreaming Music" er um það hvernig tónlistin getur sent okkur mikilvæg skilaboð og hafa áhrif á okkur svo að við fylgjum þessum skilaboðum, "The Swedish Dansband Rocks" er líflegt lag til heiðurs sænskum hefðbundnum danshljómsveitum, og svo framvegis. Það eru líka ósungin lög sem voru innblásin af tilteknu landslagi: "Cloudless Summer Afternoon" býður hlustendunum að ímynda sér fallegt og sólríkt síðdegi sumars, og "The Boat Keeps Rocking and Rolling" táknar bandaríska sjómenn að sigla bát sem sveiflast sífellt, til dæmis. Ný plata, nýtt ævintýri í gegnum tónlistina. 
 
Platan "Pedro Hill" á Spotify: 
 
 
Platan "Pedro Hill" á YouTube: