Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

ovlov
ovlov Notandi frá fornöld 10 stig
Áhugamál: Formúla 1, Bílar, Golf, Húmor

Árgerðir í USA

í Bílar fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ef ég man rétt þá er kerfið almennt þannig að ný árgerð kemur á markað um haust hvert ár og þá árgerð næsta árs. Þ.e. haustið 2002 kemur árgerð 2003. En framleiðendur geta nokkuð ráðið þessu. Sem dæmi getum við tekið þennan Subaru. Hann er t.d. seldur í USA sem 2002 árgerð frá t.d. hausti 2001 og fram á haust 2002. Ef þeir halda áfram að selja hann óbreyttan eftir haustið 2002 geta þeir kallað hann 2003 árgerð. Og þeir verða að gera því því ekki má árgerð falla niður. Gæti jafnvel bara verið...

Re: Bíll ársins 2002?

í Bílar fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Það er rétt. Volvo XC90 var valinn jeppi ársins (Truck of the year) í Norður-Ameríku (USA og Kanada) fyrir árið 2003.

Re: Bíll ársins 2002?

í Bílar fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Renault Megane II var valinn bíll ársins í Evrópu í nóvember 2002 en fyrir árið 2003. Það hefur alltaf verið þannig að bíll ársins er valinn í lok árs fyrir næsta ár.

Re: Hugabíll ársins 2002

í Bílar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Mínar tilnefninar eru þessar. 1. Ford Focus RS 2. Mini 3. Volvo Xc90 4. Aston Martin DB7 5. Mazda 6 6. Chrysler Crossfire 7. Citroën C3 8. Citroën C3 Pluriel 9. Jaguar XJ 10. Ford GT40

Re: Morgunblaðið - Bílar

í Bílar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Sammála en vonandi verður breyting þar á með nýja blaðinu.

Re: Morgunblaðið - Bílar

í Bílar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Þetta blað kemur í staðinn fyrir núverandi bílablað morgunblaðsins.

Smá comment á grein KITT

í Bílar fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Toyota er að gera góða hluti rétt. Varðandi aukningu hjá Kia þá er stór hluti af þessari sölu um 50 bílar sem komu frá Slóveníu á mjög lágu verði og voru seldir til bílaleiga t.d. Höldurs sem fluttu hluta þeirra inn sjálfir. BWM er með lítinn samdrátt en ef tekið er inn í niðurgreiddur innflutningur vegna bíla sem notaðir voru á NATO fundi þá er gríðarlegur samdráttur hjá BMW. Hvað varðar lúxusmerkin er Volvo eina merkið sem eykur hlutdeild og það verulega.

Re: Ábyrgð versksmiðju/umboða

í Bílar fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ég velti því stundum fyrir mér afhverju fólk er svona fljótt að dæma án þess að vita haus né sport á forsendum. Hér spyr jonr hvort eðlilegt sé að borga vinnu en ekki efni og strax eru tveir búnir að dæma umboðið án þess að vita nokkuð um málið. Það mætti t.d. hafa í huga að á Íslandi eru reglur um ábyrgð og fyrir 1. júní 2001 voru þær í megindráttum þannig að ábyrgðin var í 1 ár. Margir bílaframleiðendur voru og eru enn með eins árs ábyrgð en samt sem áður hafa flest ef ekki öll umboðin...

Spurning til jonr?

í Bílar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Smá forvitni! Hvernig gátu Focus og Impreza verið aðeins of dýrir þegar Golfinn er dýrasti bíllinn í þessu flokki og hefur lengi verið. Bæði Focus og Impreza hafa verið ódýrari en Golf. Varðandi vélina þá man ég ekki betur en Golf sé með gamla 8 ventla vél en bæði Focus og Impreza með nýjar 16 ventla vélar og mun sprækari. Prófaðir þú alla þessa bíla áður en þú valdir Golf?

Re: Að kaupa ekki köttinn í sekknum

í Bílar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Til þess að losna við svona vandamál mæli ég með: 1. Skipta við vottuð og viðurkennt réttinga- og málningarverkstæði. Þau eru tekin út af fagaðilum og þurfa að standast ákveðnar kröfur. 2. Fá alltaf reikning þegar greitt er því það er eina tryggingin fyrir að þetta sé í ábyrgð og hún er nú í 2 ár skv. nýju lögunum um þjónustukaup. Ef keypt “svart” þá er enginn ábyrgð. 3. Kaupa notaða bíla af viðurkenndum söluaðilum og láta alltaf ástandsskoða áður en kaup eru framkvæmd og skoða auðvitað...

Re: Er betra að eiga nýjan bíl??

í Bílar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Innkallanir frá bílaframleiðendum geta verið af ýmsum stigum en alvarlegast er það sem kallast Recall og/eða Safety Recall og oftast brugðist við hér á landi með því að senda út ábyrgðarbréf til núverandi eiganda. Innkallanir eru oftast vegna galla sem eru gegnumgangandi í stórum hluta áhveðinnar gerðar eða t.d. gallar sem varðar öryggi. En minniháttar innkallanir geta t.d. verið einskonar “service tips” og þá eru bílar ekki kallaðir inn heldur gert við í næstu þjónustuskoðun. Það er ein af...

Re: Stórir fólksbílar.

í Bílar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég mæli með að þú kynnir þér fjórhjóladrifið í Volvo V70 Cross Country því þú nefnir skiptingu á afli í fólksbílum sem á ekki við Volvo. Slóðin er: http://www.brimborg.is/Volvo/v70xc.htm Síðan þegar þú ert búinn að kynna þér það legg ég til að þú prófir Volvo Cross Country í snjó / hálku og þá fyrst áttar þú þig á því hvað menn eru að segja sem hafa átt og eiga svoleiðs bíla. Þessi drifbúnaður er ótrúlegur svo ekki sé meira sagt. Volvo V70 XC ssk. kostar tæpar 4.700.000 með 200 hestafla...

Re: Hel****s a*nar

í Bílar fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Vsk er reiknaður síðast og leggst ofan á allt dæmið, líka tollana. ovlov

Re: Hverjir eiga hvern?

í Bílar fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Volvo hefur sett á markað marga túrbó bíla og var Volvo 240 Turbo nokkuð þekktur á sínum tíma. Aðrir turbó bílar frá Volvo eru t.d. Volvo 740, Volvo 940, Volvo 850 T5 Volvo S40 T4, Volvo S60 og Volvo S60 T5, Volvo S80, Volvo V70, Volvo S80 og Volvo S80 T6 twin Turbo.

Re: Hverjir eiga hvern?

í Bílar fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Volvo hefur sett á markað marga túrbó bíla og var Volvo 240 Turbo nokkuð þekktur á sínum tíma. Aðrir turbó bílar frá Volvo eru t.d. Volvo 740, Volvo 940, Volvo 850 T5 Volvo S40 T4, Volvo S60 og Volvo S60 T5, Volvo S80, Volvo V70, Volvo S80 og Volvo S80 T6 twin Turbo.

Re: Hverjir eiga hvern?

í Bílar fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég myndi nú segja að Volvo hefði nú sæmilega túrbínu reynslu þannig að ekki er ólíklegt að Ford notist við þá reynslu. En auðvitað er ekki ólíklegt að Mazda verði í þessari véla samvinnu. Annars segir sagan núna að nýi Volvo S40 bíllinn verði ekki á Focus undirvagni (platform) heldur á alveg nýjum Volvo undirvagni. ovlov

Re: Hverjir eiga hvern?

í Bílar fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ford keypti Volvo árið 1998. Á undan var Volvo sjálfstæður og hluti af Volvo AB sem einnig átti vörubíladeildina og fleira en var í ákveðnu samstarfi við Renault varðandi vélar. Nokkrir Volvo bílar eru með Renault vélar t.d. Volvo 440/460 1.7i. Volvo samdi við Renault um vélaskipti í kringum árið 1991 þ.e. Volvo keypti 1.7i vélina af Renault en í staðinn keypti Renault 2.0i vél af Volvo, sama vélin og var í Volvo 850 (1992) á sínum tíma og er núna t.d. í S40/V40. Á undan þessu var einnig...

Re: Hverjir eiga hvern?

í Bílar fyrir 22 árum, 3 mánuðum
PSA group sem er Peugeot og Citroën er alveg sjálfstæð samsteypa. VW á ekki hlut í Toyota. Daimler sameinaðist Chrysler Corp. og til varð DaimlerChrysler. Í upphafi var þetta talin vera sameining en seinna kom í ljós að um yfirtöku Daimler var að ræða. Í dag er báðum fyrirtækjunum stjórnað af Þjóðverjum. ovlov

Re: Hverjir eiga hvern?

í Bílar fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Mini fylgdi auðvitað ekki með til Ford heldur er enn í eigu BMW. ovlov

Re: Hverjir eiga hvern?

í Bílar fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ástæðan fyrir því að Range Rover er með BMW vélar er að BMW átti Rover (Land Rover, Range Rover, Mini og Rover fólksbílana) í nokkur ár en seldi til Ford Motor Company fyrir um ári síðan. Það tekur tíma fyrir Ford að skipta um vélar en það er allt á leiðinni. ovlov

Re: Focus á fullkomnun

í Bílar fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Focus er ekki framleiddur í Portugal heldur á þremur stöðum í heiminum. Þýskalandi og Spáni(fyrir evrópumarkað) og í Mexíkó fyrir ameríkumarkað. Focus með 1.8 vél og 2.0 vél er með diskum að framan og aftan en vélar minni en þær(1.4 og 1.6) eru með skálum að aftan en diskum að framan. Eina undantekningin þar er að 1.6 vélin fyrir Þýskalandsmarkað er með diskum að aftan líka. Að öðru leiti eru þessir bílar nákvæmlega eins á öllum evrópumörkuðum en norður Evrópa fær bílana frá Þýskalandi...

Re: Sonata eða Toyota, ráð

í Bílar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Mér finnst vanta inn í þessa umræðu Ford Mondeo. Fyrstu árgerðir eru 1993/1994. Var kosinn bíll ársins þegar hann kom á markað. Helstu kostir frábærir aksturseiginleikar, sparneytnar vélar sem endast og rúmgóðir. Nokkuð vanmetnir og því á góðu verði í endursölu. Ég sá einn á netinu hjá Brimborg en er kannski í dýrari kantinum ef verið er að spá í bíl á 400-500 en þessi er á 740 þús. og er skráður 95 og aðeins ekinn 100 þús. Sjá slóð: http://213.213.147.52/cgi-bin/netbil?FFNR=YR969 Það verður...

Re: Innflytjendur?

í Bílar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Smá leiðrétting. Brimborg: Ford og flytur inn jeppa, F-series trukka og Econoline. Bílheimar: GM og ég veit ekki betur en Buick sé partur af GM eins og Opel, GMC, Oldsmobile(reyndar að hætta), Chevrolet og fleiri. Ræsir: Daimler/Chrysler og þ.á.m. Dodge, Jeep og fleiri. Sjá heimasíður þessara umboða, Brimborg.is, raesir.is og suzukibilar.is ovlov
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok