hmig vantar ráð um 2 bíla sem ég er að spá í að kaupa, annars vegar Hyundai Sonata árg. 1995 136 hö ekinn 114.000 á tilboði hjá Bílalandi 399.000 sem er frábært verð fyrir þetta mikinn bíl. eða hinsvegar Toyota Carina E Liftback árg. 1993 133 hö, ekinn 221.000 km og kostar 450.000 kall. Er ekki illa látið af Sonata eða er það bara Accent. Þessi Sonata er smá ryðguð hér og þar en Carinan lítur út sem ný. En það munar um 2 ár og slatta í akstri. Hvert er orðspor Carina??

Sonata 95 eða Carina 93, hvor ætli mundi endast betur og hver er svona betri bíll??


Ef þið gætuð gefið mér ráð mundi það bjarga mér.

þökk