Eitt sem er alveg óskiljanlegt er þegar að fólk kaupir sér jeppa með þá hugmynd í hausnum að geta notað hann til að fara útí sumarbústaðinn á veturna. Og þá verða þau að vera á jeppa sem er upphækkaður á 38 til 44 tommur. Síðan fer þetta fólk voðalega lítið útá land og stundar þessvegna bæinn og iðkar eðlilegt líf. En hvað með okkur þegar að þau fara í búðir og taka 2 stæði. Síðan keyra þau á götunum og fara þá aðeins útá hina akreinina þannig að það er mun erfiðara að fara frammúr. Ég tala nú ekki einu sinni um þegar að það kemur slydda og þeir fara í jeppaleik á götum borgarinnar. Sem að aðrir fólksbílar geta hæglega komist allt það sem jepparnir fara. Síðan titlar þetta fólk sig jeppafólk en stundar engar torfærur eða náttúruskoðanir, fjallgöngur eða eitthvað annað sem reynir á jeppann og akstureiginleika hans.

Jeppar eiga að verða notaðir til að jeppast um hálendið en ekki ofsaakstur á götum bæjarins. Mér finnst þessi þróun miður, að jeppar séu að breytast í “stóra fólksbíla”. Til hvers að eiga jeppa með leðri græjum, gps, labtop á 38 til að vera að rúnta um bæinn. Ef fólk er með þá hugsun að það væri gaman að festa sig aldrei og komast uppí sumarbústað. Afhverju fá þau sér bara ekki Subaru eða Cross county.

Svo er annað þegar að karlarnir fá sér jeppa og nenna svo ekki að vera á þessu eða jeppinn tekinn af þeim. Því að konurnar eru alveg ótrúlega mikið á jeppum. Og mér er illa við að segja það en þegar að konur eru á jeppum þá líður mér alltaf illa. Því að það er eins og þær haldi að það sem þær geti gert heima hjá sér að þær geti líka gert það útí umferðinni. En mér er alveg sama hvort þær geti horft á sjónvarp, strauað, brotið saman og eldað allt í einu. Þá geta þær ekki talað í síma og keyrt í leiðinni. Ég tek mikið eftir því þegar að jeppi er á vinstriakrein og fer svo yfir á hægri og svo aftur yfir á vinstri. Nei nei þá er mamman að tala í símann í silfurgráa, landcruisernum með brettaköntum etc. etc…….

Fólk ætti að velja bíla eftir því hvað það ætli að gera.

Subaru, Volvo Cross County= fínn í sveitina og vetraraksturinn.
1000 - 1500. Ákjósanlegir innanbæjarbílar, sæmilegir á þjóðvegum.
1600 - 2000. Svipaðir eiginleikar og 1300 flokkurinn, nema betri á þjóðveginum.
2100+ Þægindi og öryggi er mun meira í þessum bílum. Dýrari eyðir meira. En meira lagt útá útlit og þægindi. Ef við myndum nefna Lincoln þá væri það fínn bíll fyrir bankastjórann í staðinn fyrir jeppann.

Jeppar= Þeir sem stunda hálendið og torfærur ættu að vera á þessum bílum. Henta ekki vel í innanbæjarakstur eða á þjóðveginum þó svo að miklar endurbætur hafa orðið á þessum bílum og meiri kröfur á þægindi og aksturseiginleika. Þá er það nú bara þannig að þeir eru ekki gerðir fyrir þjóðveginn vegna hæðar þeirra.

Við sem erum með bílpróf lærðum öll um miðflóttaraflið er meira því hærri sem bíllinn er. Bílafólk veit líka um loftmótsstöðu, hemlunarvegalengd miðað við þyngd og kraftur bíls við árekstur miðað við þyngd.

Með þetta á hreinu mælir þetta á móti jeppa.
Og að jeppar séu “öruggari” er já ef þú klessir á fólksbíl. Hinsvegar ekki ef þú klessir á jeppa. Og svo var það frægt þegar að (minnir að það hafi verið kona) sem var að keyra reykjanesbrautina og annarjeppi þvingaði hinn með sér útaf. og konan dó af þeim ástæðum að hún kramdist inní jeppanum. Þannig er að undirvagninn er þyngri og en toppurinn þolir. Öryggi í jeppum var fórnað fyrir lúxus, ég meina ríkur gaur kaupir sér dýrasta jeppann í toyta með leðri og öllu. Haldiði að hann vilji hafa veltigrind?

Að mínu mati finnst mér smájeppar vera rugl. Þetta er ekkert annað en jeppi eða “spacewagon” og hefur varla eigileika jeppans á hálendi eða eiginleika fólksbíls á götunni.